Breyting á þjónustu vegna COVID-19

Eftirfarandi breytingar hafa verið ákveðnar á starfsemi Bláskógabyggðar og þjónustu sveitarfélagsins vegna útbreiðslu COVID-19 og takmarkana á samkomuhaldi. Breytingar geta orðið á þessari áætlun með skömmum fyrirvara.

Skrifstofa:

Skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð almenningi. Starfsfólk sinnir vinnu heiman frá eða á skrifstofunni eftir ákveðnu skipulagi. Svarað er í síma 480 3000 og senda má erindi á netfangið blaskogabyggd@blaskogabggd.is, auk þess sem netöng starfsmanna eru aðgengileg á heimasíðunni www.blaskogabyggd.is Ekki verður svarað í síma þriðjudaginn 17. mars frá kl. 12 og föstudaginn 20. mars frá kl. 8-12 vegna tenginga á varaafli og færslu á netþjóni.

 

Bláskógaveita:

Starfsmenn sinna ekki mælaskiptum og álestri. Starfsmenn sinna bilanaþjónustu og rekstri veitna.

 

Bókasafn:

Bókasafn Bláskógabyggðar í Bláskógaskóla er lokað tímabundið.

Bókasafn Menntaskólans á Laugarvatni er lokað tímabundið.

 

Félagsheimilið Aratunga:

Lokað er fyrir útleigu á Aratungu þar til annað verður ákveðið.

 

Velferðarþjónusta Árnesþings – afgreiðsla meðan samkomubann stendur yfir:

Almennt gildir að áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma. Ekki er hægt að koma í viðtal á skrifstofum meðan þetta ástand varir.

Barnavernd-  Tilkynningum um barnavernd skal beina á netfangið barnavernd@arnesthing.is eða í síma 480-1180. Utan hefðbundins dagvinnutíma er hringt í síma 112 ef tilkynning er þess eðlis að bregðast þurfi við henni tafarlaust.

Heimaþjónusta – síma 480-1180. Netfang sigrun@laugaras.is

Fjárhagsaðstoð og húsnæðisstuðningur – vinsamlega hringið í 483-4000 eða sendið tölvupóst á netfangið sigurjon@arnesthing.is

Málefni fatlaðs fólks – áhersla er lögð á samskipti í gegnum síma eða tölvupóst. Sími 483-4000, netfang arna@arnesthing.is

Unnið er eftir forgangslista varðandi heimaþjónustu. Notendur heimaþjónustu frá tilkynningar frá heimaþjónustunni varðandi fyrirkomulag.

 

Gámasvæði:

Opnunartími er óbreyttur. Óheimilt er að skila flokkuðum endurvinnsluúrgangi frá heimilum sem eru í sóttkví eða eingangrun á gámasvæði. Allur úrgangur frá heimilum í sóttkví eða einangrun skal fara í óflokkað sorp (almennan úrgang).

 

Íþróttamiðstöðvarnar í Reykholti og á Laugarvatni:

Sundlaugar, íþróttahús og líkamsrækt verða lokuð dagana 16. mars til og með 22. mars. Leigutökum verður þó heimilt aðgengi að útleigðum rýmum.

 

Mötuneyti Aratungu:

Lokað er fyrir aðgang kostgangara að mötuneyti, tímabundið.

Lokað er fyrir aðgang eldri borgara að mötuneyti, tímabundið, en þeim gefinn kostur á að fá heimsendan mat.

Mötuneyti sinnir takmarkaðri þjónustu við grunn- og leikskóla. Ekki verður boðið upp á hádegismat fyrir nemendur.

 

Matur fyrir eldri borgara á Laugarvatni:

Ekki er matur fyrir eldri borgara þar sem mötuneyti ML hefur lokað.

 

Skólastarf í Bláskógabyggð:

Skólastjórnendur vinna áætlanir um starfsemi leik- og grunnskóla á meðan takmarkanir gilda og kynna þær.