Breytt tilhögun í sorphirðu

Undirbúningur undir breytta tilhögun í sorphirðu hjá Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppi er á lokasprettinum. Þann fyrsta október verður búið að tunnuvæða öll heimili í með Grátunnu og Blátunnu. Með þessar tilhögun er verið að stíga fyrstu markvissu skrefin í að auka endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs í sveitarfélögunum. Á komandi vikum munu sorpgámar á opnum svæðum í sveitarfélögunum verða fjarlægðir og þann fyrsta janúar 2010 hefst gjaldtaka á móttökusvæðum úrgangs. Sjá nánar um þessa breyttu tilhögun undir sorpmál.

6795_P9280009

Á meðfylgjandi mynd tekur Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni  á móti fyrstu Grá- og Blátunnunni frá þjónustuaðilanum, Gámaþjónustunni, ásamt leiðbeiningum um flokkun úrgangs.