Byggðasamlag Skipulags- og byggingarfulltrúa Uppsveita bs. auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar:

Ritari með aðstöðu á Laugarvatni

Starfssvið:

·     Almenn skrifstofuvinna.

·     Skráning og meðhöndlun skjala.

·     Sjá um upplýsingar á heimasíðu embættisins.

·     Svörun fyrirspurna sem berast embættinu, bæði í gegnum síma og tölvupóst.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·       Góð almenn tölvukunnátta skilyrði.

·       Reynsla af skrifstofuvinnu með áherslu á skjalavinnslu er kostur.

·       Sjálfstæði í vinnubrögðum og vilji til að kynna sér nýjungar og takast á við fjölbreytt verkefni.

·       Hafa góða þjónustulund.

 

Starfsmaður á tæknisviði með aðstöðu á Borg

Starfssvið:

·     Verkefnastjórnun og verkeftirlit fjölbreyttra verkefna.

·     Samskipti við opinbera aðila, hönnuði og verktaka

·     Vinna við fráveitumál.

·     Vinna við GPS landmælingar og landupplýsingar.

·     Vinna við kaldavatns- og hitaveitur.

·     Vinna með byggingarfulltrúa að ákveðnum verkefnum s.s. eftirlit, afleysingar, mælingar o.fl.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·       Tæknifræðingur eða verkfræðingur.

·       Reynsla af verkefnastjórnun.

·       Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu og reynslu af opinberri stjórnsýslu.

·       Hæfni í mannlegum samskiptum.

·       Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni.

·       Þekking og reynsla af notkun Windows-Office og CAD-hugbúnaðar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Uppsveita bs. hefur það hlutverk að annast lögbundin verkefni skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa fyrir aðildarsveitarfélög byggðasamlagsins auk þess að vinna að tækni- og framkvæmdamálum. Byggðasamlagið er með starfsstöðvar á Laugarvatni í Bláskógabyggð og á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi og þjónar sveitarfélögunum Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Flóahreppi og Ásahreppi. Umsóknir skulu berast embættinu að Dalbraut 12, 840 Laugarvatni, fyrir 19. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um starf ritara veitir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi (petur@sudurland.is) í síma 486 1145 og upplýsingar um starf á tæknisviði veitir Börkur Brynjarsson (borkur@sudurland.is) í síma 480-5500 milli kl. 9 og 12 alla virka daga.