Bygging skrifstofuhúss fyrir UTU

Verksamningur Selásbygginga ehf við Bláskógabyggð vegna byggingar skrifstofuhúsnæðis fyrir UTU á Laugarvatni hefur verið undirritaður. Tilboð Selásbygginga í verkið nam 183,9 millj.kr. og eru verklok áætluð 1. mars 2024. Á myndinni eru Helgi Kjartansson, oddviti, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, Hákon Páll Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Selásbygginga ehf og Kristófer A. Tómasson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs.