Dagur leikskólans 6. febrúar 2013

Undanfarin ár hafa leikskólar haldið upp á daginn með ýmsum hætti.
Margir leikskólar hafa skapað sér sínar eigin hefðir og brotið upp starfið á þann hátt að það vekur athygli í samfélaginu.

Við hvetjum alla sem starfa í leikskólum landsins til að halda daginn hátíðlegan og hvetja til umræðu um leikskólann, starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla,  Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands  íslenskra sveitarfélaga og Samtaka heimilis og skóla.

Smellið hér til að nálgast auglýsingu