Deiliskipulag fyrir þéttbýlið Laugarvatn

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að gerð heildstæðs deiliskipulags fyrir Laugarvatn. Vinnan hófst með því að haldinn var kynningarfundur í lok september 2011 þar sem farið var yfir helstu viðfangsefni og áherslur sveitarstjórnar varðandi skipulagsvinnuna.  Fundurinn var vel sóttur og komu fram margar ábendingar sem nýst hafa við gerð deiliskipulagsins.
Nú liggja fyrir drög að tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugarvatn og áður en sveitarstjórn tekur deiliskipulagið til formlegrar afgreiðslu verður tillagan kynnt fyrir íbúum og öðrum hagsmunaaðilum á opnu húsi sem haldið verður í Grunnskólanum á Laugarvatni þriðjudaginn 20. mars frá kl. 20 – 22.
Að kynningu lokinni verða skipulagsgögnin gerð aðgengileg á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Dalbraut 12 á Laugarvatni, og á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta á kynningarfundinn, kynna sér skipulagsgögnin og koma athugasemdum og ábendingum á framfæri við skipulagsfulltrúa.
F.h. Bláskógabyggðar
Pétur Ingi Haraldson, skipulagsfulltrúi
Dalbraut 12, 840 Laugarvatni
S: 486-1145
petur@sudurland.is