Deiliskipulag fyrir þéttbýlið Laugarvatn

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafið vinnu við endurskoðun deiliskipulags fyrir þéttbýlið Laugarvatn. Samkvæmt nýjum skipulagslögum hefst skipulagsferlið á því að tekin er saman lýsing á skipulagsverkefninu þar sem gerð er grein fyrir helstu viðfangsefnum og áherslum auk upplýsinga um forsendur og fyrirliggjandi stefnu.

Til að kynna fyrirliggjandi lýsingu og áframhaldandi vinnu við deiliskipulag Laugarvatns verður haldinn íbúafundur í sal grunnskólans á Laugarvatni þriðjudaginn 20. september kl. 20:00. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér skipulagsvinnuna og koma athugasemdum og ábendingum á framfæri.

Að loknum kynningarfundi verður lýsingin og önnur skipulagsgögn gerð aðgengileg á vef Bláskógabyggðar, www.blaskogabyggd.is, og verður hægt að koma athugasemdum og ábendingum á framfæri skriflega til skipulagsfulltrúa Dalbraut 12, 840 Laugarvatni eða með því að senda tölvupóst á  netfangið petur@sudurland.is