Deiliskipulag í Reykholti – endurskoðun

Kynnt er endurskoðað deiliskipulag fyrir þéttbýli í Reykholti, Bláskógabyggð.  Deiliskipulagið festir í sessi núverandi landnotkun á svæðinu og gerir ráð fyrir þéttingu byggðar þar sem því verður við komið.  Markmið eru meðal annars þau að Reykholt verði áfram áhugaverður kostur fyrir búsetu og atvinnuuppbyggingu, að skapaðir verði möguleikar á þróun og vexti núverandi og nýrrar landbúnaðar-, þjónustu-, iðnaðar- og athafnastarfsemi auk þess að skipulagðar verði fjölbreyttar íbúðarlóðir sem nýtast til uppbyggingar næstu árin.

 

Ofangreind skipulagstillaga liggur frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 9-16.

Skipulagstillagan er í kynningu frá 14. – 28. nóvember 2018. Athugasemdir og ábendingar þurfa að berast Rúnari Guðmundssyni, skipulagsfulltrúa, í síðasta lagi 28. nóvember 2018. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12,  840 Laugarvatn eða með tölvupósti á netfangið: runar@utu.is.

 

vinsamlegast smellið á slóðirnar hér fyrir neðan til að nálgast nánari upplýsingar

Reykholt_dsk_grg

Reykholt_dsk_nordur

Reykholt_dsk_sudur

Reykholt_skyringaruppdr_lettur