Endurskoðun deiliskipulags fyrir Laugarás

Gengið hefur verið frá samningi við Eflu verkfræðistofu um ráðgjöf við endurskoðun deiliskipulags Laugaráss. Starfshópur sveitarfélagsins vegna verkefnisins fundaði í vikunni með ráðgjöfum Eflu, þeim Ólafi Daníelssyni og Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Starfshóp sveitarfélagsins skipa Helgi Kjartansson, Óttar Bragi Þráinsson og Benedikt Skúlason og starfar Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri, með hópnum. Boðað verður til íbúafundar með haustinu til að kynna skipulagsáform og fá fram sjónarmið íbúa.