Endurskoðun fjárhagsáætlunar

Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2006

Tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar fyrir árið 2006 var lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu þann 7. nóvember s.l.  Önnur umræða fór fram á fundi sveitarstjórnar þann 28. nóvember s.l. og var breytingartillagan samþykkt.

Áætlunin gerir ráð fyrir að heildartekjur samstæðu Bláskógabyggðar, þ.e. sveitarsjóðs og félaga í eigu sveitarfélagsins verið kr. 612.395.000.  Rekstrargjöld samstæðu ásamt afskriftum kr. 560.126.000. Fjármagnsgjöld áætluð kr. 38.328.000.  Rekstarniðurstaða samstæðureiknings samkvæmt áætlun verður jákvæð að upphæð kr. 13.941.000.  Gert er ráð fyrir að fjárfestingar ársins vegna byggingaframkvæmda, gatnagerðar, fráveitu og vegna kaupa á athafnalóðum verði nettó kr. 65.100.000.