Fatasöfnun Rauða krossins

Deildir Rauða krossins um allt land safna notuðum fatnaði sem allur nýtist til hjálparstarfs. Á höfuðborgarsvæðinu er Rauði krossinn í samstarfi við Sorpu um söfnun á fatnaði. Á öllum endurvinnslustöðum Sorpu er að finna söfnunrgáma Fatasöfnunar. Þeir eru hvítir og vandlega merktir Rauða krossinum Fatnaður sem Rauði krossinn fær nýtist þannig:
• hann er seldur beint til útlanda og ágóðinn rennur í Hjálparsjóð Rauða krossins
• hann er flokkaður og gefinn þurfandi hér á landi
• hann er flokkaður og gefinn þurfandi erlendis
• hann er flokkaður og seldur í Rauða kross búðunum að Laugavegi 12, Laugavegi 116 og í Mjódd í Reykjavík og Strandgötu 24 Hafnarfirði.

Söfnunargámur Fatasöfnunar er  staðsettur á Gámasvæðinu Vegholti í Reykholti hægt er  að koma með fatnað á opnunartíma gámasvæðisins.