Fella- og fjallgönguverkefni:

Heilsueflandi Uppsveitir, sem er samstarfsverkefni sveitarfélaganna í uppsveitum Árnessýslu, er með fella- og fjallgönguverkefni í gangi til að hvetja íbúa og gesti til ganga 5 fell í uppsveitunum. Fellin eru öll aðgengileg og leiðirnar stikaðar þar sem þörf er og ættu flestir að finna sér fjall eða fell við hæfi. Upp á hverju felli er póstkassi og gestabók. Ætlar þú að ganga á 2 eða 3 fell í sumar? Verkefnið er í gangi til 13. september.

Fellin eru:
· Laugarfell á Geysisvæðinu
· Stöðulfell í Skeið- og Gnúpverjahreppi
· Mosfell í Grímsnesi
· Byrgi Fjalla-Eyvindar í Skipholtsfjalli í Hrunamannahreppi
· Bláfell á Biskupstungnaafrétti

Við bjóðum upp á gönguferðir með leiðsögn á fjögur fell í sumar
· 14 Júlí. Byrgi Fjalla-Eyvindar: Lagt af stað frá Jötu kl 17.30
· 21 Júlí. Stöðulfell: Lagt af stað frá bænum Stöðulfelli kl 17.30
· 11. ágúst. Mosfell: Lagt af stað frá Mosfellskirkju kl 17.30
· 22 Ágúst. Bláfell: Lagt af stað frá bílastæði á Bláfellshálsinum kl 11

Hvetjum ykkur til að taka dagana frá og ganga með okkur
Frekari upplýsingar inn á sveitir.is, undir Heilsueflandi Uppsveitir, og einnig Instagramreikningum og facebooksíðunni @uppsveitir