Fella- og fjallgönguverkefnið „Sveitin mín“ byrjar aftur.

Nú eru komnir út 5 póstkassar með gestabækur á áhugaverða staði, fell eða fjöll. Allir ættu að geta fundið sinn Everest …. og kanski fleiri en einn. Minnsta hækkunin er 10 metrar en sú mesta er 600 metrar. Verkefnið er þannig uppbyggt að það eru 3 leiðir sem eru fjölskylduvænar og nokkuð léttar og síðan tvær sem eru erfiðari. Við skorum á þig að taka þátt og skrifa í sem flestar gestabækur. Póstkassarnir verða uppi til 30. september.

Verður þú með ?

 

Smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast upplýsingar

2019 Lýsing á gönguleiðum og bílastæðum