Fella- og fjallgönguverkefnið „Upp í sveit“ er komið af stað
Nú er komið að því! Fella- og fjallgönguverkefnið „Upp í sveit“ er komið af stað. Sem fyrr þá er 5 póstkassar dreifðir um uppsveitirnar í Árnessýslu.
Það eru 5 fell, fjöll eða áhugaverðir staðir þar sem má finna póstkassa með gestabók. Hvað nærð þú að skrifa í margar gestabækur í sumar? Engin keppni bara gleði
– Barmaréttir í Bláskógabyggð
– Litla-Borgarholt í Eystri Tungu, Bláskógabyggð
– Dyrafjöll við Hengilinn, í Grímsnes- og Grafningshrepp
– Miðfell við Flúðir, í Hrunamannahrepp
– Úlfsvatn á Vörðufelli: gengið frá Framnesi, í Skeiða- og Gnúpverjahrepp
Hlekkir á ýtarefni:
– hlekkur á kort sem sýnir hvar póstkassarnir eru í uppsveitunum, hægt er að þysja inn/út (zoom) til að skoða leiðirnar betur: https://tinyurl.com/4p7mkrsb
– nánari lýsingar á gönguleiðunum: http://www.sveitir.is/media/23/nytt-fella-2022.pdf