Ferðamálabrúin

 

Háskólafélag Suðurlands

 

Námið er 460 klst / 18 ECVET eininga, tveggja anna nám. Kennsla fer fram x2 virka daga í viku og x1 laugardag á sex vikna fresti.

Kúrsarnir eru:

Haustönn

  • Samskipti, miðlun og tjáning l
  • Skipulagning og stjórnun ferðamannastaða
  • Stjórnun innan ferðaþjónustufyrirtækja
  • Ferðaþjónustan og netheimar
  • Námsferð til Malaga (okt/nóv)

 

Vorönn

  • Samskipti, miðlun og tjáning ll
  • Hnattræn tækifæri í ferðaþjónustu
  • Að auka upplifunina – ferðamaðurinn
  • Samtal við umhverfið – viðskiptavinurinn
  • Lokaverkefni

 

Kostnaður er 169.000kr fyrir hvora önn. Innifalið í því er flug og gisting í námsferð til Malaga á haustönn. Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn. Háskólafélagið mun aðstoða nemendur með að kynna sér þá möguleika sem fyrir hendi eru.

Kennarar verða Anna Valgerður Sigurðardóttir ferðamálafræðingur og Ottó Valur Ólafsson viðskiptafræðingur sem sjá um bóklegu kúrsana, auk Jóns Bjarna Bjarnasonar markþjálfa og kennara sem sér um samskiptakúrsinn.

Allar nánari upplýsingar veitir Ingunn Jónsdóttir í síma 560-2042 / 695-0420 og tölvupósti ingunn@hfsu.is