Fjalla-Eyvindur í Gamla Bankanum

Einleikurinn Fjalla-Eyvindar verður sýndur á lofti Gamla Bankans Austurvegi 21, Selfossi laugardaginn 14. maí n.k. kl. 20:00.  Sýningin er samin og leikin af leikaranum Elfari Loga Hannessyni en hann hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og Gretti.  Á undan sýningunni mun Guðmundur G. Þórarinsson segja frá sinni sýn á lífshlaupi Fjalla-Eyvindar.

Miðaverð er 2500 kr og 2000 kr hópa af stærðinni 10 og fleiri. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta gert það með því að hringja í síma 894-1275.  Húsið mun opna kl. 19:30.

Bók Hjartar Þórarinssonar, Afreksfólk öræfanna, sem er um Fjalla-Eyvind verður til sölu á staðnum.

 

(Kaffi er innifalið í miðaverðinu)