Fjáröflunarsamkoma 9.mars vegna enduruppbygginar Tungnarétta

Fjáröflunarsamkoma vegna enduruppbyggingar Tungnarétta

 

Föstudaginn 9. mars  standa Vinir Tungnarétta fyrir fjáröflunarsamkomu vegna enduruppbyggingar Tungnarétta.

Skemmtunin verður haldin í Aratungu. Húsið opnar kl. 19:00 og skemmtunin hefst svo kl. 20:30. Aðgangseyrir verður kr. 2500. (posi verður á staðnum).

Margt verður til skemmtunar m.a. pakkauppboð og söngur svo fá fátt eitt sé nefnt.

Aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði en í verðlaun er glæsilegt tryppi.

Léttar veitingar á boðstólum en léttir drykkir verða til sölu.

Fólk er hvatt til að mæta tímanlega.

Allir eru velkomnir.

Stjórn Vina Tungnarétta

 

Vinir Tungnarétta er félag sem stofnað var 3. febrúar sl. Stofnfélagar eru 101. Tilgangur félagsins er að afla fjár og sjá um enduruppbyggingu, viðhald, verndun Tungnarétta, bæta ásýnd og aðkomu að réttunum í samstarfi við Bláskógabyggð. Árið 2015 verðaTungnaréttir 60 ára og er stefnt að framkvæmdum verði lokið fyrir þann tíma.

Þeir sem vilja styrkja enduruppbyggingu Tungnarétta geta lagt frjáls framlög inná reikning félagsins.

Reikningsnúmer: 0151-26-000200

kt: 640212-0200