Fjölskyldan á fjallið

Mosfell í Grímsnesi

Líkt og undanfarin ár tekur HSK þátt í gönguverkefninu „Fjölskyldan á fjallið“ en verkefnið er nú haldið í áttunda sinn. HSK hefur allt frá árinu 2002 tilnefnt tvö fjöll, eitt í hvorri sýslu og í ár urðu Mosfell í Grímsnesi  og Hvolsfjall fyrir valinu. Settir verða upp póstkassar á fjöllunum þar sem hægt verður að skrifa nafn sitt í gestabók.
Formleg opnun gönguverkefnisins á Mosfell verður 28. maí og á að hittast við kirkjuna á Mosfelli kl. 19:30. Mosfell er 254 m. hátt og er auðvelt í uppgöngu og ætti því að henta flestum til göngu. Stjórn HSK hvetur íbúa í Bláskógabyggð til að mæta í gönguna en af toppi Mosfells er m.a. gott útsýni yfir Tungurnar og Laugardal. Göngustjóri verður Hörður Óli Guðmundsson. Boðið verður uppá léttar veitingar að göngu lokinni í boði Grímsnes- og Grafningshrepps og þá mun Böðvar Pálsson spila nokkur lög á harmónikku fyrir göngugarpa.