Forsætisráðuneytið óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2021.

Forsætisráðuneytið óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2021. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði kynjajafnréttismála.

 

Skipuð hefur verið sérstök valnefnd í samræmi við 2. málsl. 4. mgr. 24. gr. laga nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem velur úr innsendum tilnefningum.

 

Tilnefningum skal skila rafrænt eigi síðar en 10. október 2021 til forsætisráðuneytisins á netfangið for@for.is. Rökstuðningur vegna tilnefningar skal fylgja með.