Föstudaginn 26. febrúar n.k. kl. 20:00 verður japanski tónlistarmaðurinn, Daisuke Tanabe, með tónleika

Föstudaginn 26. febrúar n.k. kl. 20:00 verður japanski tónlistarmaðurinn, Daisuke Tanabe, með tónleika í lofti Gamla-bankans Austurvegi 21 Selfossi. Hann spilar sína eigin raftónlist sem er blanda af hiphop, elektrónískri, þjóðlaga og jazz tónlist og hefur hann fengið sérstakt lof fyrri sína túlkun og framsetningu. Hann bjó í nokkur ár í London og samdi m.a. tónlist fyrir Gilles Peterson og Zero DB, sem eru með þeim þekktari á þessu sviði í Bretlandi. Í þessarri stuttri heimsókn hans til Íslands þá mun Tanabe þessa sömu helgi líka spila á Græna Hattinum á Akureyri og á Mengi í Reykjavik.

Á undan tónleikunum í Gamla-bankanum mun tónlistarmaðurinn Valdimar Garðar Guðmundsson flytja nokkur af sínum lögum.

Aðgangseyrir er 2500 kr og húsið opnar kl. 19:30. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta hringt í 894-1275 eða sent tölvupóst á fischersetur@gmail.com