Framboðsfundur

Sameiginlegur framboðsfundur T-lista og Þ-lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 14. maí n.k. verður haldinn í Aratungu miðvikudaginn 11. maí. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Framboðin vonast eftir góðum og málefnalegum fundi og hvetja íbúa til að koma, hlýða á frambjóðendur og kynna sér stefnu listanna.

Fundinum verður streymt og verða upplýsingar um slóð á fundinn settar inn á heimasíðu Bláskógabyggðar.

Frambjóðendur T-lista og Þ-lista.