Framkvæmdir. Vegna veðurs hefur verið ákveðið að hætta við framkvæmdir á Biskupstungnabraut á morgun 2. nóvember.

Vegagerðin hefur gefið heimild til eftirtalinna verka ef veður leyfir:

Þriðjudaginn 2. nóvember er stefnt á að malbika Biskupstungnabraut. Veginum verður alveg lokað á milli Þingvallavegar og Kersins. Hjáleið verður um Búrfellsveg. Viðeigandi merkingar verða settar upp skv. viðhengdu lokunarplani 8.0.82.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 07:00 á þriðjudag til kl. 01:00 aðfaranótt miðvikudags.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Ábyrgðarmaður veghaldara er Hallvarður 699-6450, ábyrgðarmaður verktaka er Elías 660-1927.

 

Smellið á slóðina hér fyrir neðan til að nálgast upplýsingar

8.0.82 Biskupstungnabraut, Hringvegur (1-d6) – sveitarfélagsmörk