Framlagning kjörskrár fyrir Bláskógabyggð vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017

Kjörskrá, vegna kosninga til Alþingis 28. október 2017 verður lögð fram þann 16. október 2017, kjörskráin liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma. Almennur skrifstofutími er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá kl. 8:30 til 12:30.

 

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar

 

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar með því að skrá eftirfarandi slóð https://www.kosning.is/althingiskosningar-2017/kjorskra/ og fá upplýsingar um hvar viðkomandi er á kjörskrá.