Framlagning kjörskrár vegna kosninga 9. apríl 2011

Framlagning kjörskrár

vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl 2011

um samþykkt eða synjun laga nr. 13/2011, um heimild til handa fjármálaráðherra til að staðfesta samninga, sem áritaðir voru í London 8. desember 2010, um ábyrgð á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins á kostnaði af greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi og greiðslu eftirstöðva og vaxta af þeim skuldbindingum.

 

Kjörskrá, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl 2011, liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma frá og með 30. mars 2011. Almennur skrifstofutími er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá kl. 8:30 til 12:30.  Kjörskráin mun liggja frammi til kl. 12:30 föstudaginn 8. apríl 2011.

 

Bent er á upplýsingavef innanríkisráðuneytisins http://www.kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna.  Þar geta kjósendur einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá.

 

Sveitarstjóri Bláskógabyggðar