Framlagning kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars 2010

um gildi laga nr. 1/2010, um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.

Kjörskrá, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 6. mars 2010, liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar öllum almenningi til sýnis á almennum skrifstofutíma.  Almennur skrifstofutími er frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:30 til 16:00 og á föstudögum frá kl. 8:30 til 12:30.  Kjörskráin mun liggja frammi til kl. 12:30 föstudaginn 5. mars 2010.

Sveitarstóri Bláskógabyggðar

Einnig er hægt að nálgast upplýsingar með því að skrá eftirfarandi slóðhttp://www.kosning.is/kjosendur/fletta-i-kjorskra/  og fá upplýsingar um hvar viðkomandi er á kjörskrá.