Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Bláskógabyggð 14. maí 2022.

Frestur til að leggja fram framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í Bláskógabyggð rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022. Þann dag tekur yfirkjörstjórn á móti framboðslistum milli kl. 11:00 – 12:00 á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu 2. hæð.

Hverjum framboðslista ber að fylgja skrifleg yfirlýsing allra þeirra sem á listanum eru og auk þess listi yfir meðmælendur að lágmarki 20 og hámarki 40. Vísað er til laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 112/2021. Jafnframt er bent á heimasíðuna http://www.kosning.is/ þar sem hægt er að finna leiðbeiningar og eyðublöð fyrir þá sem hyggjast bjóða fram lista.

Yfirkjörstjórn Bláskógabyggðar

Elinborg Sigurðardóttir, Iðu
Guðrún Sveinsdóttir, Bjarkarbraut 3
Jóhannes Sveinbjörnsson, Heiðarbæ