Fréttatilkynning frá KIA Gullhringnum

Hjól­reiðakeppn­in KIA Gull­hring­ur­inn fer fram á Laug­ar­vatni laugardaginn 31. ágúst næstkomandi,
en það er í áttunda sinn sem keppn­in er hald­in. Um það bil 500 kepp­end­ur eru nú þegar skráðir til leiks.
Vegna keppninar má búast við tímabundnum töfum á umferð í gegnum Laugarvatn á tímabilinu frá 15:30 til 16:30 og aftur frá 18:00 til 20:00.
Tímabundin lokun verður í vesturátt frá Biskupstungnabraut að Laugarvatni á tímabilinu 15:45 til 16:30.
( Hægt að keyra niður Biskupstungnabraut og upp frá Svínavatni eða um Reykjaheiði )
Opið verður fyrir umferð frá Laugarvatni að Biskupstungnabraut.
Lokað verður fyrir umferð í báðar áttir frá Svínavatni að Laugarvatni á tímabilinu 18:30 til 19:30,
en þá verður hægt að koma að Laugarvatni lengri leiðina yfir Reykjaheiði.
Við þökkum Laugvetningum áralangan velvilja og tillitssemi í kringum keppnishaldið okkar
og lofum að hafa lokanir og umstangið í kringum keppnina ekki meira en nauðsyn krefur.