Fréttatilkynning Orð og vængir

Orð og vængir í Húsinu á Eyrarbakka

Menning Frönsku listakonurnar Heléne Dupont og Pascale Cécile Darricau sýna verk sín í borðstofu Hússins á Eyrarbakka yfir páskana. Heléne vinnur myndverk með blandaðri tækni, vatnslitum, bleki, álímingu o.fl. en Pascale notar pappamassa, leir og notaða hluti í sín verk.

Titill sýningarinnar Orð og vængir vísar í verkin sjálf. Ritlist og form leika um rímið annað hvort svífandin í orðsins fylltu merkingu eða sem orð og setningar sem vilja hefja sig til flugs af myndfletinum.

Heléne  er menntaður heimspekingur og skrautskrifari frá Bordeaux  sem vann lengi við bókagerð í París áður en hún fluttist til Íslands. Pascale er með háskólakennarapróf í klassískum bókmenntum frá Frakklandi og stundar nú myndlistarnám. Báðar hafa þær verið búsettar á Suðurlandi, í fjöldamörg ár.

Sýningin er opin 14-18 alla daga frá 4. apríl fram til 13. apríl (2. dag páska). Frítt verður í safnið þessa daga. Listamennirnir verða með viðveru 4., 6., 8. og 9. apríl. Sýningin er sölusýning og styrkt af Lista- og menninganefnd Árborgar.