Frístundastyrkir í Bláskógabyggð

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt reglur um frístundastyrki vegna þátttöku barna og ungmenna á aldrinum 5-17 ára í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Árið 2022 verður styrkurinn kr. 50.000. Margskonar íþrótta- og tómstundastarf fellur undir reglurnar og ekki er gerð krafa um tiltekna lágmarkslengd námskeiða. Umsóknarferli verður í gegnum stafrænt kerfi þar sem foreldrar geta notað styrkinn til lækkunar á þátttökugjöldum og verður það ferli kynnt nánar á næstunni.