Frístundastyrkir

Foreldrar og forráðamenn barna eru hvattir til að sækja um frístundastyrk til sveitarfélagsins vegna kostnaðar við frístundastarf á árinu 2022 fyrir áramót. Reikninga má senda á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is ásamt upplýsingum um reikningsnúmer sem leggja skal styrkinn inn á. Fjárhæð styrks fyrir árið 2022 er 50.000 kr. Frístundastyrkur er veittur vegna frístundaiðkunar barna og ungmenna sem eiga lögheimili í Bláskógabyggð og eru á aldrinum 5 til 17 ára og er miðað við fæðingarár. Iðkendur eiga rétt á styrk frá og með því ári sem 5 ára aldri er náð, til og með því ári sem 17 ára aldri er náð.

Fjölbreytt starfsemi fellur undir reglur um frístundastyrk:

  • Starfsemi sem telst styrkhæf er starfsemi á vegum íþrótta- og tómstundafélaga, kórastarf og nám við leiklistar- tónlistar- og dansskóla. Einnig falla skipulögð námskeið, svo sem innan líkamsræktarstöðva, sjálfsstyrkingarnámskeið og önnur þau námskeið sem uppfylla skilyrði þessara reglna undir styrkinn. Stök líkamsræktarkort falla einnig undir styrkinn.
  • Starfsemi sem ekki telst styrkhæf er viðvera eftir skóla.

Eftir áramót verður hægt að sækja um frístundastyrk vegna ársins 2023, en það verður gert í gegnum kerfið Sportabler, þar sem skráning á mörg námskeið fer fram. Fjárhæð frístundastyrks fyrir árið 2023 verður einnig 50.000 kr.

Reglur um frístundastyrk