Frístundastyrkur

Eins og fram hefur komið mun Bláskógabyggð greiða frístundastyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar barna og verður hægt að sækja um það rafrænt. Þar sem gert er ráð fyrir að fleiri sveitarfélög verði tengd kerfinu á sama tíma mun taka 2-3 vikur að koma þessu í gagnið. Foreldrar sem þurfa að greiða þátttökugjöld vegna barna sinna fram að því, t.d. vegna Tónlistarskóla Árnesinga, geta sent greiðslukvittun og upplýsingar um reikningsnúmer á blaskogabyggd@blaskogabyggd.is og styrkurinn verður lagður inn á reikning viðkomandi.