Fundarboð 225. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 225

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 7. febrúar 2019 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
170. fundur skipulagsnefndar haldinn 30. janúar 2019.
2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 93. fundur haldinn 23. janúar 2019.
Fundargerðir til kynningar
3. 1809064 – Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
3. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, haldinn 12. nóvember 2018.
4. 1902009 – Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
4. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, haldinn 31. janúar 2019
5. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélga
867. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 25. janúar 2019
6. 1902015 – Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
193. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 23. janúar 2019.
7. 1808001 – Bygging leikskólans Álfabogar, I. verkhluti, uppsteypa
Fundargerð 6. verkfundar vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, I. verkhluti.
8. 1902024 – Fundargerð stjórnar Upplýsinga- og tæknisviðs Uppsveita bs
58. fundur stjórnar UTU haldinn 30. janúar 2019.
Almenn mál
9. 1805083 – Samningur við UMFÍ um afnot af Íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni vegna ungmennabúða
Drög að samningi um útleigu Íþróttamiðstöðvarinnar að Laugarvatni til UMFÍ.
10. 1901019 – Verðkönnun vegna deiliskipulags fyrir fjallaskála
Niðurstöður verðkönnunar vegna vinnslu nýrra deiliskipulaga fyrir þrjá fjallaskála og breytingar gildandi deiliskipulaga fyrir tvo fjallaskála, Bláskógabyggð. Fjögur tilboð bárust.
11. 1901020 – Verðkönnun vegna deiliskipulags á Laugarvatni
Niðurstöður verðkönnunar vegna breytingar deiliskipulags fyrir þéttbýlið á Laugarvatni. Fjögur tilboð bárust.
12. 1810005 – Útboð Álfaborg, II. verkhluti, innanhúsfrágangur og lóð
Verksamningur við HK verktaka ehf vegna innanhússfrágangs og lóðafrágangs leikskólans Álfaborgar (verkhluti II)
13. 1902003 – Áfangastaðaáætlanir
Erindi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, dags. 25. janúar 2019, varðandi áfangastaðaáætlanir landshlutanna, óskað er eftir að áætlun Suðurlands verði lögð fram í sveitarstjórn og vísað til viðeigandi stofnunar/sviðs innan sveitarfélagsins.
14. 1809067 – Fjárhagsáætlun 2016 og viðaukar
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 21. janúar 2019, varðandi fjárhagsáætlun 2016 og viðauka við hana.
15. 1901016 – Breytt fyrirkomulag sorphirðu 2019
Drög að samningi við Gámaþjónustuna um breytingar á sorphirðu. Hirða á lífrænum úrgangi frá heimilum og stofnunum.
16. 1902011 – Uppgræðslusvæði fyrir Bláskógaskóla Reykholti, skólaskógur.
Erindi frá Bláskógaskóla, Reykholti, dags. 1. febrúar 2019, varðandi hugmynd að uppgræðslusvæði, skólaskógi, á hálendinu.
17. 1812019 – Útgáfa bændalýsinga í Biskupstungum og Laugardal
Minnisblað sveitarstjóra, dags. 4. febrúar 2019, um fund með fulltrúum Laugardalsættar vegna útgáfu bændalýsinga.
18. 1902020 – Beiðni þorrablótsnefndar Skálholtssóknar um styrk á móti húsaleigu vegna þorrablóts
Beiðni Þorrablótsnefndar Skálholtssóknar, dags. 4. febrúar 2019, um styrk á móti húsaleigu vegna þorrablóts í Aratungu 25. janúar 2019.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
19. 1902018 – Umsókn um rekstrarleyfi vegna Bjarkarbrautar 2 (F2360087)
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 28. júní 2017, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi í flokki II, gististaður, stærra gistiheimili (B) frá Efstadal ehf á Bjarkarbraut 2 (F2360087), einnig umsögn byggingarfulltrúa, dags. 23. janúar 2019.
20. 1902017 – Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Bjarkarbraut 6 (L191091)
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 8. janúar 2019, um umsögn um umsókn um rekstraleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili, að Bjarkarbraut 6, ásamt umsögn byggingarfulltrúa, dags. 23. janúar 2019.
21. 1902010 – Umsókn um tækifærisleyfi fyrir þorrablót á Laugarvatni
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 30. janúar 2019, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Laugarvatni 16. til 17. febrúar 2019.
22. 1902007 – Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 31. janúar 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þáttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
23. 1902013 – Áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 25. janúar 2019, þar sem vakin er athygli á að frumvarp til breytingar á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda sé komið til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
24. 1902006 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur)
Beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 31. janúar 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur). Umsagnarfrestur er til 21. febrúar. Einnig hvatning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 1. febrúar 2019, til sveitarfélaga til að taka afstöðu til málsins.
25. 1902008 – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni aldraðra
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 31. janúar 2019, um umögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni aldraðra (Framkvæmdasjóður aldraðra) 306. mál. Umsagnarfrestur er til 21. febrúar.
Mál til kynningar
26. 1902014 – Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. janúar 2019, þar sem boðað er til XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. mars n.k.
27. 1902001 – Undanþága frá skipulagsreglugerð varðandi fjarlægð frá ám, Eyvindartunga
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 22. janúar 2019, varðandi beiðni skipulagsfulltrúa, f.h. sveitarstjórnar Bláskógabyggðar, varðandi undanþágu frá ákvæði skipulagsreglugerðar um fjarlægð mannvirkis frá vötnum, ám eða sjó vegna sumarhúss í landi Eyvindartungu. Ráðuneytið tilkynnir um þau áform að synja beiðni um undanþágu.
28. 1902004 – Reglugerð um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga nr. 1248 2018
Erindi Íbúðalánasjóðs, dags. 1. febrúar 2019, varðandi nýja reglugerð um húsnæðisáætlanir.
29. 1902002 – Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin
Erindi Forsætisráðuneytisins, dags. 28. janúar 2019, varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér heimsmarkmiðin og vakin athygli á fundi til kynningar á sveitarfélögunum og heimsmarkmiðunum hinn 15. febrúar n.k.
30. 1902012 – Kynning á ráðgjöf um skemmri vinnuviku og dýpkun lýðræðis
Kynningarbréf frá Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði, dags. 1. febrúar 2019.
31. 1902016 – Dreifibréf RSK, lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Dreifibréf Ríkisskattstjóra til tilkynningarskyldra aðila, dags. 25. janúar 2019, varðandi aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

 

 

 

 

 

 

 

04.02.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.