Fundarboð 227. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 227

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 7. mars 2019 og hefst kl. 11:30

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1903004 – Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar
2. fundur atvinnu- og ferðamálanefndar haldinn 19. febrúar 2019.
2. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
172. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. febrúar 2019
3. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
Afgreiðslur byggingarfulltrúa 19 – 95. fundur haldinn 20. febrúar 2019.
4. 1903002 – Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings
31. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 27. febrúar 2019.
5. 1903005 – Fundargerð oddvitanefndar UTU
Fundargerð fundar oddvitanefndar UTU haldinn 27. febrúar 2019, ásamt gjaldskrá vegna móttöku og hreinsunar á seyru. Taka þarf afstöðu til liðar 1 í fundargerðinni, tilboð í aðstöðuhús á Seyrustöðum að Flathotli 2, Flúðum.
6. 1809034 – Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings
30. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 12. desember 2018, ásamt starfsáætlun Velferðarþjónustu Árnesþings.
7. 1902024 – Fundargerð stjórnar UTU
59. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 27. febrúar 2019
Fundargerðir til kynningar
8. 1808001 – Verkfundargerð vegna byggingar leikskólans Álfaborgar
8. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, fyrri áfangi, haldinn 26. febrúar 2019.
9. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
868. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 22. febrúar 2019
10. 1903009 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga
5. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 22. febrúar 2019
11. 1902015 – Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
194. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 27. febrúar 2019.
12. 1902029 – Fundargerð almannavarnanefndar
2. fundur almannavarnanefndar Árnessýslu, haldinn 21. febrúar 2019.
Almenn mál
13. 1902038 – Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024
Beiðni SASS, dags. 15. febrúar 2019, um tilnefningu fjögurra fulltrúa á samráðsvettvang við mótun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020-2024, áður á dagskrá 226. fundar.
14. 1903001 – Kaup Héraðsnefndar Árnesinga á Búðarstíg 22, Eyrarbakka
Erindi formanns framkvæmdastjórnar Héraðsnefndar Árnesinga, dags. 3. mars 2019, varðandi fyrirhuguð kaup Héraðsnefndar á Búðarstíg 22, Eyrarbakka, fyrir Byggðasafn Árnesinga, samþykkt kauptilboð í eignina, ásamt drögum að bókun vegna samþykkis sveitarfélagsins vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga.
15. 1902054 – Úthlutun lands innan þjóðlendu, Þverbrekknamúli
Landsréttindi innan þjóðlendunnar hafa verið auglýst og ein umsókn borist, frá Ferðafélagi Íslands. Umsóknin er lögð fram á fundinum.
16. 1903016 – Forgangsverkefni í samgöngum á Suðurlandi
Beiðni starfsnefndar á vegum SASS vegna endurskoðunar Samgönguáætlunar Suðurlands fyrir næstu 10 ár um að sveitarfélög svari spurninum um hver séu helstu forgangsverkefni í samgöngumálum 2019-2028.
17. 1903017 – Stefnumótun varðandi endurnýjun gistileyfa
Tillaga að stefnumótun vegna endurnýjunar gistileyfa í íbúðabyggð
18. 1805099 – Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð
Tilboð fjarskiptasjóðs, dags. 18. febrúar 2019, um styrk á grundvelli úthlutunarfyrirkomulags vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2019. Áður á dagskrá á 226. fundi.
19. 1811025 – Uppfærsla á staðfangaskrá vegna lögheimilisskráningar
Erindi Þjóðskrár Íslands, dags. 13. nóvember 2018, vegna breytingar á skráningu staðfanga í sveitarfélaginu.
20. 1903015 – Umsókn um rannsóknarleyfi fyrir manngerðan íshelli í Suðurjökli við Langjökul
Umsókn Herberts Haukssonar, f.h. Skálpa ehf, dags. 4. mars 2019 um rannsóknarleyfi til að gera manngerðan íshelli í Suðurjökli við Langjökul.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
21. 1903011 – Frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 21. febrúar 2019, um umsögn um frumvarp til laga um rétt barna sem aðstandendur, 255. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars n.k.
22. 1903012 – Tillaga til þingsályktunar um velferðqartækni, 296. mál.
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 21. febrúar 2019, um tillögu til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál. Umsagnarfrestur er til 14. mars n.k.
23. 1903018 – Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um matvæli o.fl.
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvörum.
24. 1903007 – Frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, stjórnvaldssektir o.fl. (542. mál)
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27. febrúar 2019, um umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunararnir. Umsagnarfrestur er til 13. mars n.k.
25. 1903008 – Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi varðandi uppkaup á landi, 184. mál
Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 27. febrúar 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál. Umsagnarfrestur er til 13. mars n.k.
26. 1903014 – Rekstrarleyfisumóskn vegna Háholts 2a, (L194908)
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 16. janúar 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Háholts 2a (L194908), gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C) frá Katrine ehf, ásamt umsögn byggingarfulltrúa.
27. 1902017 – Umsókn um rekstrarleyfi fyrir Bjarkarbraut 6 (L191091)
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 8. janúar 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Bjarkarbrautar 6, fnr. 227-4874 í flokki II, minna gistiheimili (C), frá Hartmanni Ásgrími Halldórssyni.
28. 1903013 – Rekstrarleyfisumsókn vegna Snorrastaða lóð 15 fnr. 220 6554
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 6. febrúar 2019, um umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, í flokki II, gististaður án veitinga, frístundahús (G), að Snorrastöðum, lóð 15, fastanr. 220 6554, frá Benedikt Jónssyni, ásamt umsögn byggingarfulltrúa.
Mál til kynningar
29. 1903010 – Stefnumótun í málefnum barna
Kynningarbréf félags- og barnamálaráðherra, dags. 22. febrúar 2019, um stefnumótum í málefnum barna og endurskoðun á félagslegri umgjörð þeirra og þjónustu.
30. 1903006 – Ársyfirlit 2018 til jan 2019 Ferðaþjónusta Uppsveitum Árnessýslu
Ársyfirlit ferðamálafulltrúa 2018, ferðaþjónusta í Uppsveitum Árnessýslu, Gæði og gestrisni.
31. 1903003 – Íbúasamráðsverkefni sveitarfélaga
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 28. febrúar 2019, þar sem kynnt er íbúasamráðsverkefni með þátttöku nokkurra sveitarfélaga, byggt á samráðsaðferðum sem kynntar eru í handbók Sambandsins frá 2017. Umsóknarfrestur vegna þátttöku er til 30. apríl n.k.

 

 

 

 

 

 

 

05.03.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.