Fundarboð 228. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 228
FUNDARBOÐ
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 21. mars 2019 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1901042 – Fundargerð skólanefndar | |
5. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar, haldinn 13. mars 2019. Liði 7 og 9 þarf að afgreiða sérstaklega og eru þeir sérstakir dagskrárliðir á fundinum. | ||
2. | 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar | |
173. fundur skipulagsnefndar, haldinn 13. mars 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði 1 til 9 í fundargerðinni. | ||
3. | 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur | |
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19-96, haldinn 6. mars 2019. | ||
4. | 1902024 – Fundargerð stjórnar UTU | |
60. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 8. mars 2019. Einnig lagðar fram samþykktir byggðasamlagsins frá 2017. | ||
5. | 1902024 – Fundargerð stjórnar UTU | |
61. fundur stjórnar byggðasamlags UTU, haldinn 13. mars 2019. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
6. | 1902041 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga | |
192. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, haldinn 18. mars 2019. | ||
7. | 1901018 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands | |
277. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 20. febrúar 2019. | ||
8. | 1901018 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands | |
278. fundur stjónar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 11. mars 2019. | ||
9. | 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS | |
544. fundur stjórnar SASS haldinn 1. mars 2019. | ||
10. | 1903043 – Aðalfundur Bergrisans bs 2018 | |
Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., haldinn 18. janúar 2019. | ||
11. | 1808001 – Verkfundargerð vegna byggingar leikskólans Álfaborgar | |
9. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar (fyrri áfangi) haldinn 12. mars 2019. | ||
Almenn mál | ||
12. | 1804012 – Orkuskipti á Kili, lagning jarðstrengs. | |
Erindi Kristjáns L. Möller, dags. 9. mars 2019, f.h. ferðaþjónustuaðila á Kili, varðandi lagningu rafstrengs, beiðni um fjárstyrk til verkefnisins. | ||
13. | 1903040 – Skráning tengiliða vegna samráðsvettvangs um loftslagsmál | |
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 13. mars 2019. Boð um þátttöku í samráðsvettvangi um loftslagsmál. | ||
14. | 1902038 – Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024 | |
Beiðni Samtaka sunnlenskra sveitarfélag, dags. 15. febrúar 2019, um tilnefningu fjögurra fulltrúa í starfshóp um mótun sóknaráætlunar Suðurlands. | ||
15. | 1903050 – Styrkbeiðni vegna uppgræðslu á Langamel | |
Styrkbeiðni umhverfisnefndar Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 18. mars 2019, vegna uppgræðslu á Langamel, svæði í hlíðum Laugarvatnsfjalls. | ||
16. | 1903051 – Áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga | |
Bókun sveitarstjórnar vegna áforma um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs. Lögð er fram bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019, og minnisblað sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. | ||
17. | 1903034 – Fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði 2019 | |
Ungmennaráð Bláskógabyggðar kemur á fund sveitarstjórnar. | ||
18. | 1903035 – Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar Zetors | |
Tillaga um breyttan opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar Zetors, til umræðu með Ungmennaráði. | ||
19. | 1903045 – Skipan fulltrúa í starfshóp um svæðisskipulag hálendis | |
Beiðni SASS, dags. 8. mars 2019, um skipan tveggja fulltrúa í starfshóp um svæðisskipulag Suðurhálendis. | ||
20. | 1903027 – Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti | |
Tillaga um endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti. Vísað til sveitarstjórnar frá skólanefnd, sjá lið 9 í fundargerð skólanefndar frá 13. mars 2019. | ||
21. | 1903022 – Innritunarreglur leikskóla | |
Tillaga að endurskoðuðum reglum fyrir leikskóla Bláskógabyggðar, sjá lið 7 í fundargerð skólanefndar frá 13. mars. | ||
22. | 1903029 – Yfirtaka á gatnalýsingarkerfi | |
Erindi RARIK, dags. 15. febrúar 2019, varðandi yfirtöku á gatnalýsingarkerfi, ásamt drögum að samningi milli Rarik og Bláskógabyggðar um yfirtöku Bláskógabyggðar á gatnalýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu. | ||
23. | 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu | |
Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. | ||
24. | 1903039 – Forathugun varðandi þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd | |
Erindi Útlendingastofnunar, dags. 13. mars 2019, varðandi vilja sveitarstjórna til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. | ||
25. | 1903041 – Styrkbeiðni vegna líkamsræktar | |
Styrkbeiðni félagsins 60 í Laugardal, dags. 13. mars 2019, vegna þjálfunarkostnaðar við íþróttaiðkun. | ||
26. | 1903054 – Breyting á deiliskipulagi Hótel Geysis og Geysisstofu, Haukadal | |
Umsókn Sigurðar Mássonar, dags. 14. mars 2019, ásamt tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hótels Geysis og Geysisstofu í landi Haukadals 4. Í breytingunni felst að lóðarmörk að sunnanverðu nýrrar lóðar undir Hótel Geysi eru færð vegna smáhýsa sem eru víkjandi á deiliskipulagi en ekki er búið að rífa. Við breytinguna minnkar stærð lóðarinnar og verður 19.622 fm í stað 20.330 fm. Byggingarskilmálar breytast ekki. | ||
Almenn mál – umsagnir og vísanir | ||
27. | 1903046 – Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. | |
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 6. mars 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. Umsagnarfrestur er til 20. mars. | ||
28. | 1903042 – Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. | |
Beiðnu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 13. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Umsagnarfrestur er til 27. mars n.k. | ||
29. | 1903044 – Beiðni um umsögn til laga um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. | |
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Umsagnarfrestur er til 25. mars n.k. | ||
30. | 1903037 – Frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. | |
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 15. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Umsagnarfrestur er til 29. mars n.k. | ||
31. | 1903038 – Lagning rafstrengs á Þingvöllum | |
Beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 14. mars 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum lagning 3ja fasa jarðstrengs að þjónustumiðstöð á Þingvöllum skuli háð mati á umhverfisáhrifum. | ||
32. | 1903047 – Breytingar á lögum um náttúruvernd. | |
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um náttúruvernd. | ||
Mál til kynningar | ||
33. | 1809052 – Gönguleið meðfram Brúará, Brúarárfoss | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 18. mars 2019, þar sem tilkynnt er um að skorað hafi verið á landeigendur Ártungu í Bláskógabyggð að fjarlægja ólögmætar hindranir á almannarétti í landi Ártungu. | ||
34. | 1903036 – Skýrsla um svifþörunga í Þingvallavatni | |
Skýrsla um svifþörunga í Þingvallavatni | ||
35. | 1901016 – Samningar um urðun úrgangs | |
Erindi Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 16. mars 2019 varðandi samning Soprstöðvar Suðurlands við Sorpurðun Vesturlands hf og Norðurá bs um samstarf vegna förgunar úrgangs á árinu 2019 í Stekkjarvík og Fíflholtum, til kynningar. Staða á innleiðingu lífrænnar flokkunar. | ||
36. | 1903049 – Fyrirspurn EFS vegna mikillar fjárfestingar 2019 | |
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. mars 2019, varðandi fjárfestingar og skuldbindingar, ásamt svari sveitarstjóra til nefndarinnar dags. 18. mars 2019. | ||
37. | 1903052 – Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2019 | |
Tilkynning um aðalfund Markaðsstou Suðurlands, sem haldinn verður 5. apríl 2019. | ||
38. | 1903055 – Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2018 | |
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2018 | ||
19.03.2019
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.