Fundarboð 228. fundar sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 228

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 21. mars 2019 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901042 – Fundargerð skólanefndar
5. fundur skólanefndar Bláskógabyggðar, haldinn 13. mars 2019. Liði 7 og 9 þarf að afgreiða sérstaklega og eru þeir sérstakir dagskrárliðir á fundinum.
2. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
173. fundur skipulagsnefndar, haldinn 13. mars 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði 1 til 9 í fundargerðinni.
3. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 19-96, haldinn 6. mars 2019.
4. 1902024 – Fundargerð stjórnar UTU
60. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 8. mars 2019. Einnig lagðar fram samþykktir byggðasamlagsins frá 2017.
5. 1902024 – Fundargerð stjórnar UTU
61. fundur stjórnar byggðasamlags UTU, haldinn 13. mars 2019.
Fundargerðir til kynningar
6. 1902041 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
192. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga, haldinn 18. mars 2019.
7. 1901018 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
277. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 20. febrúar 2019.
8. 1901018 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
278. fundur stjónar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 11. mars 2019.
9. 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS
544. fundur stjórnar SASS haldinn 1. mars 2019.
10. 1903043 – Aðalfundur Bergrisans bs 2018
Fundargerð aðalfundar Bergrisans bs., haldinn 18. janúar 2019.
11. 1808001 – Verkfundargerð vegna byggingar leikskólans Álfaborgar
9. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar (fyrri áfangi) haldinn 12. mars 2019.
Almenn mál
12. 1804012 – Orkuskipti á Kili, lagning jarðstrengs.
Erindi Kristjáns L. Möller, dags. 9. mars 2019, f.h. ferðaþjónustuaðila á Kili, varðandi lagningu rafstrengs, beiðni um fjárstyrk til verkefnisins.
13. 1903040 – Skráning tengiliða vegna samráðsvettvangs um loftslagsmál
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 13. mars 2019. Boð um þátttöku í samráðsvettvangi um loftslagsmál.
14. 1902038 – Sóknaráætlun Suðurlands 2020-2024
Beiðni Samtaka sunnlenskra sveitarfélag, dags. 15. febrúar 2019, um tilnefningu fjögurra fulltrúa í starfshóp um mótun sóknaráætlunar Suðurlands.
15. 1903050 – Styrkbeiðni vegna uppgræðslu á Langamel
Styrkbeiðni umhverfisnefndar Menntaskólans að Laugarvatni, dags. 18. mars 2019, vegna uppgræðslu á Langamel, svæði í hlíðum Laugarvatnsfjalls.
16. 1903051 – Áform um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Bókun sveitarstjórnar vegna áforma um skerðingu tekna Jöfnunarsjóðs. Lögð er fram bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. mars 2019, og minnisblað sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.
17. 1903034 – Fundur sveitarstjórnar með ungmennaráði 2019
Ungmennaráð Bláskógabyggðar kemur á fund sveitarstjórnar.
18. 1903035 – Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar Zetors
Tillaga um breyttan opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar Zetors, til umræðu með Ungmennaráði.
19. 1903045 – Skipan fulltrúa í starfshóp um svæðisskipulag hálendis
Beiðni SASS, dags. 8. mars 2019, um skipan tveggja fulltrúa í starfshóp um svæðisskipulag Suðurhálendis.
20. 1903027 – Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti
Tillaga um endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti. Vísað til sveitarstjórnar frá skólanefnd, sjá lið 9 í fundargerð skólanefndar frá 13. mars 2019.
21. 1903022 – Innritunarreglur leikskóla
Tillaga að endurskoðuðum reglum fyrir leikskóla Bláskógabyggðar, sjá lið 7 í fundargerð skólanefndar frá 13. mars.
22. 1903029 – Yfirtaka á gatnalýsingarkerfi
Erindi RARIK, dags. 15. febrúar 2019, varðandi yfirtöku á gatnalýsingarkerfi, ásamt drögum að samningi milli Rarik og Bláskógabyggðar um yfirtöku Bláskógabyggðar á gatnalýsingarkerfi RARIK í sveitarfélaginu.
23. 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Bókun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar vegna hugmynda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
24. 1903039 – Forathugun varðandi þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd
Erindi Útlendingastofnunar, dags. 13. mars 2019, varðandi vilja sveitarstjórna til að gera þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd.
25. 1903041 – Styrkbeiðni vegna líkamsræktar
Styrkbeiðni félagsins 60 í Laugardal, dags. 13. mars 2019, vegna þjálfunarkostnaðar við íþróttaiðkun.
26. 1903054 – Breyting á deiliskipulagi Hótel Geysis og Geysisstofu, Haukadal
Umsókn Sigurðar Mássonar, dags. 14. mars 2019, ásamt tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hótels Geysis og Geysisstofu í landi Haukadals 4. Í breytingunni felst að lóðarmörk að sunnanverðu nýrrar lóðar undir Hótel Geysi eru færð vegna smáhýsa sem eru víkjandi á deiliskipulagi en ekki er búið að rífa. Við breytinguna minnkar stærð lóðarinnar og verður 19.622 fm í stað 20.330 fm. Byggingarskilmálar breytast ekki.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
27. 1903046 – Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál.
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 6. mars 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 86. mál. Umsagnarfrestur er til 20. mars.
28. 1903042 – Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál.
Beiðnu umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 13. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um ráðstafanir til hagkvæmrar uppbyggingar háhraða fjarskiptaneta, 639. mál. Umsagnarfrestur er til 27. mars n.k.
29. 1903044 – Beiðni um umsögn til laga um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 11. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. Umsagnarfrestur er til 25. mars n.k.
30. 1903037 – Frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál.
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 15. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um fiskeldi (áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.), 647. mál. Umsagnarfrestur er til 29. mars n.k.
31. 1903038 – Lagning rafstrengs á Þingvöllum
Beiðni Skipulagsstofnunar, dags. 14. mars 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum lagning 3ja fasa jarðstrengs að þjónustumiðstöð á Þingvöllum skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
32. 1903047 – Breytingar á lögum um náttúruvernd.
Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um náttúruvernd.
Mál til kynningar
33. 1809052 – Gönguleið meðfram Brúará, Brúarárfoss
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 18. mars 2019, þar sem tilkynnt er um að skorað hafi verið á landeigendur Ártungu í Bláskógabyggð að fjarlægja ólögmætar hindranir á almannarétti í landi Ártungu.
34. 1903036 – Skýrsla um svifþörunga í Þingvallavatni
Skýrsla um svifþörunga í Þingvallavatni
35. 1901016 – Samningar um urðun úrgangs
Erindi Sorpstöðvar Suðurlands, dags. 16. mars 2019 varðandi samning Soprstöðvar Suðurlands við Sorpurðun Vesturlands hf og Norðurá bs um samstarf vegna förgunar úrgangs á árinu 2019 í Stekkjarvík og Fíflholtum, til kynningar. Staða á innleiðingu lífrænnar flokkunar.
36. 1903049 – Fyrirspurn EFS vegna mikillar fjárfestingar 2019
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 8. mars 2019, varðandi fjárfestingar og skuldbindingar, ásamt svari sveitarstjóra til nefndarinnar dags. 18. mars 2019.
37. 1903052 – Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2019
Tilkynning um aðalfund Markaðsstou Suðurlands, sem haldinn verður 5. apríl 2019.
38. 1903055 – Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2018
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2018

 

 

 

 

 

 

 

19.03.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.