Fundarboð 229. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 229

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 3. apríl 2019 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
174. fundur skipulagsnefndar haldinn 27. mars 2019.
2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 97. fundur haldinn 20. mars 2019.
3. 1903005 – Fundargerð oddvitanefndar UTU
Fundargerð Oddvitanefndar UTU, haldinn 27. mars 2019. Afgreiða þarf sérstaklega lið 1 og 2.
Fundargerðir til kynningar
4. 1904010 – Fundargerð NOS
Fundur NOS haldinn 27.mars 2019.
5. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
869. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 15. mars 2019.
Almenn mál
6. 1903027 – Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti
Tillaga að breytingum á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti, skólastjórnendur koma inn á fundinn kl. 15:15.
7. 1904004 – Aðalskipulag Reykjavíkur, iðnaður og önnur landfrek starfsemi – Esjumelar (AT5)
Tilkynning umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 29. mars 2019, varðandi breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, Iðnaður og önnur landfrek starfsemi – Esjumelar (AT5). Athugasemdafrestur er til 10. maí nk.
8. 1903018 – Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um matvæli o.fl.
Fyrirspurn Brigitte Brugger, dags. 26. mars 2019, um bókun sveitarstjórnar frá 227. fundi varðandi drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um matvæli o.fl.
9. 1903057 – Framkvæmdaleyfisumsókn vegna reiðganga við Reykholt
Umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi vegna lagningar reiðganga um Biskupstungnabraut við Reykholt, dags. 18. mars 2019. Sjá 6. lið í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 27. mars s.l.
10. 1904007 – Beiðni um að samþykkt verði heiti á lögbýli, Kjarnholt 6
Beiðni Jóns Inga Gíslasonar, dags. 24. mars 2019, um samþykki fyrir nafninu Kjarnholtum 6 á lögbýli í landi Kjarnholta.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
11. 1904002 – Friðlýsingaráform vegna Gamla-Þingvallavegarins
Erindi Minjastofnunar, dags. 22. mars 2019 þar sem gerð er grein fyrir erindi frá Mosfellsbæ um friðlýsingu Gamla-Þingvallavegarins um Mosfellsheiði sem lagður var á árunum 1890-96. Upplýst er um vilja MÍ til að hefja vinnu við friðlýsingarferlið. Óskað er eftir athugasemdum eða hugleiðingum um friðlýsingu Gamla-Þingvallavegarins.
12. 1904006 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými) 711. mál.
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni (neyslurými), 711. mál. Umsagnarfrestur er til 15. apríl.
13. 1904008 – Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22. mars 2019, um umsögn um frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Umsagnarfrestur er til 29. mars nk.
Mál til kynningar
14. 1903058 – Eftirlit EFS með fjármálum og fjármálastjórn
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars 2019, varðandi almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.
15. 1904003 – Orlof húsmæðra 2019
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 1. apríl 2019, þar sem kynnt er að framlag sveitarfélaga til orlofsnefnda á hverju svæði skuli vera minnst kr. 114,22 fyrir hvern íbúa sveitarfélags.
16. 1904011 – Áhersluatriði Ferðafélags Íslands 2019
Yfirlit yfir verkefni sem Ferðafélag Íslands vinnur að innan Bláskógabyggðar, dags. 19. mars 2019
17. 1809052 – Gönguleið meðfram Brúará, Brúarárfoss
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 25. mars 2019, þar sem kynnt er að til standi að leggja dagsektir á landeigendur Ártungu í Bláskógabyggð.
18. 1903029 – Yfirtaka á gatnalýsingarkerfi
Samningur Bláskógabyggðar við RARIK ohf um afhendingu gatnalýsingarkerfis til eignar í Bláskógabyggð.
19. 1903059 – Samningur um styrkúthlutun 2019 v ljósleiðara
Samningur um styrkúthlutun vegna verkefnisins Ísland ljóstengt milli Fjarskiptasjóðs og Bláskógabyggðar um styrkúthlutun á árinu 2019 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli Bláskógabyggð, dags. 22. mars 2019.
20. 1903060 – Samningur um byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar 2019-2020
Samningur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Bláskógabyggðar um byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar 2019-2020, dags. 22. mars 2019.
21. 1903061 – Ársreikningur 60 plús í Laugardal
Ársreikningur 60 plús í Laugardal fyrir árið 2018
22. 1904005 – Ársreikningur Uppsveitaorku ehf 2018
Ársreikningur Uppsveitaorku ehf, fyrir árið 2018.

 

 

 

 

 

 

 

01.04.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.