Fundarboð 232. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 232
FUNDARBOÐ
232. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 9. maí 2019 og hefst kl. 09:30
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
176. fundur skipulagsnefndar
2. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
177. fundur skipulagsnefndar haldinn 8. maí 2019
3. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
99. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn þann 16. apríl 2019.
4. 1905011 – Fundargerð umhverfisnefndar
25. fundur umhverfisnefndar haldinn 14. febrúar 2019.
5. 1901039 – Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu
92. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 17. apríl 2019.
6. 1903002 – Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings
32. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 30. apríl 2019.
Fundargerðir til kynningar
7. 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS
545. fundur stjórnar SASS haldinn 4. apríl 2019
8. 1902009 – Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
5. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, haldinn 30. apríl 2019, ásamt ársreikningi fyrir árið 2018.
9. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
870. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 11. apríl 2019.
10. 1905012 – Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
5. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 9. apríl 2019
11. 1808001 – Fundargerð verkfundar vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, fyrri áfangi, uppsteypa.
10. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, fyrri áfangi.
12. 1810005 – Fundargerð verkfundar vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, síðari áfangi, innanhúsfrágnagur og lóð.
1. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi.
Almenn mál
13. 1811018 – Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2018.
Ársreikningur Bláskógabyggðar fyrir árið 2018, síðari umræða.
14. 1904002 – Friðlýsingaráform vegna Gamla-Þingvallavegarins
Erindi umhverfistjóra Mosfellsbæjar, dags. 16. apríl 2019, varðandi áform um friðlýsingu gamla Þingvallavegarins.
15. 1905004 – Styrkbeiðni útskriftarárgangs ML vegna útskriftarferðar
Styrbeiðni Sölva Rúnars Þórarinssonar, dags. 30. apríl 2019, f.h. útskriftarárgangs Menntaskólans að Laugarvatni áheitaróður á Laugarvatni dagana 30. apríl og 1. maí til fjármögnunar á útskriftarferð til Krítar.
16. 1905013 – Þjónustusamningar Bergrisans bs 2019
Þjónustusamningar Bergrisans bs til staðfestingar:
Þjónustusamningur við Sveitarfélagið Árborg um sameiginleg verkefni sem sveitarfélagið annast fyrir Bergrisann.
Þjónustusamningur við sveitarfélögin sem standa að Bergrisanum bs um þjónustu við fatlað fólk.
17. 1905006 – Forgangsröðun gatnagerðar og göngustíga
Stefnumótun vegna frágangs göngustíga og gatnagerðar í Bláskógabyggð 2019 til 2022.
18. 1905016 – Afsláttur af lóðagjöldum
Tillaga um að tilteknar lóðir verði auglýstar til úthlutunar með afslætti af gatnagerðargjöldum
19. 1905015 – Ályktun um jöfnun raforkuverðs
Ályktun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar um jöfnun raforkuverðs milli þéttbýlis og dreifbýlis.
20. 1905018 – Beiðni um lóð fyrir íshelli í Langjökli.
Beiðni Herberts Haukssonar, f.h. Mountaineers of Iceland, dags. 29. apríl 2019, um lóð fyrir íshelli í Suðurjökli Langjökuls.
21. 1905019 – Tillaga um afslætti af aðgangseyri (kortum) í sund og tækjasal í tengslum við hreyfiseðla
Tillaga um að veittur verði afsláttur af aðgangseyri (kortum) í sundlaugar og tækjasali til aðila sem hafa fengið uppáskrifaðan hreyfiseðil.
22. 1905022 – Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn
Erindi Erlu Jóhannsdóttur, f.h. foreldra, dags. 3. maí 2019, þar sem óskað er eftir að komið verði á fót frístundaheimili fyrir börn 6-9 ára.
23. 1903033 – Sláttur og hirðing, Laugarvatn og Reykholt 2019-2021
Yfirlit yfir tilboð sem bárust í verkið Sláttur og hirðing í Laugarási og Reykholti, fundargerð frá 23. apríl 2019. Niðurstaða útboðs.
24. 1905028 – Reiðhjólaleiga á Laugarvatni
Erindi Óðins Þórs Kjartanssonar, dags. 6. maí 2019, þar sem hann óskar eftir tímabundinni heimild til að reka reiðhjólaleigu og reiðhjólaferðasölu að Hrísholti 7, Laugarvatni.
25. 1905030 – Ráðstöfun arðs úr sjóði Laugaráslæknishéraðs
Tillaga um ráðstöfun arðs úr sjóði Laugaráslæknishéraðs, hlutur Bláskógabyggðar er 9.960.000 kr.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
26. 1905007 – Aðalskipulagsbreyting í Reykjavík – Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð
Erindi skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 23. apríl 2019, kynning á aðalskipulagsbreytingu í Reykjavík – Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð – drög að tillögu.
27. 1905008 – Aðalskipulagsbreyting í Mosfellsbæ, aðalskipulag 2011 til 2030
Erindi umhverfissviðs Mosfellbæjar, dags. 17. apríl 2019, varðandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030:
Frístundasvæði í suðurhluta Mosfellsbæjar, þétting núverandi frístundabyggðar og breytt landnotkun.
28. 1905002 – Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 30. apríl 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar 2019-2022, 771. mál.
Umsagnarfrestr er til 14. maí nk.
29. 1905001 – Frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.
Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar, dags. 30. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um skráningu einstaklinga, 772. mál.
Umsagnarfrestur er til 14. maí nk
30. 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Lögð fram til kynningar umsögn Bláskógabyggðar, dags. 30. apríl 2019, um tillögu að stjórnunar og verndaráætlun þjóðgarðs á miðhálendi.
31. 1904039 – Tillaga til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 932017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Lögð fram til kynningar umsögn Bláskógabyggðar vegna þingsályktunartillögu um 3ja orkupakkann.
32. 1905017 – Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga
Ábending Sambands íslenskra sveitarfélaga um að grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga sé til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
33. 1904042 – Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Umsögn sveitarstjórnar um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, áður á dagskrá á 231. fundi.
34. 1902017 – Rekstrarleyfisumsókn fyrir Bjarkarbraut 6 (L191091)
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 8. janúar 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna umsóknar Hartmanns Ásgríms Halldórssonar, um leyfi til sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili( C) vegna Bjarkarbrautar 6 (227-4874). Umsögn byggingarfulltrúa, þar sem ekki er gerð athugasemd við leyfisveitinguna, er meðfylgjandi.
35. 1905024 – Rekstrarleyfisumsókn vegna Kóngsvegar 10 (220-5780) Úthlíð.
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 31. janúar 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna umsóknar Ferðaþjónustunnar Úthlíð ehf um leyfi til sölu veigitnga í flokki II, skemmtistaður, veitingastofa og greiðasala, krá, samkomusalir (B, C, F og G) vegna Kóngsvegar 10 (220-5780). Umsögn byggingarfulltrúa, þar sem ekki er gerð athugasemd við leyfisveitinguna, er meðfylgjandi.
36. 1905023 – Rekstrarleyfisumsókn Austurbyggð 3 (L193786), Laugarási
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 26. febrúar 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna umsóknar Lágskógar ehf um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II, íbúðir (F) að Austurbyggð 3, Laugarási. Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa þar sem ekki er gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
37. 1905021 – Efnistaka og lagning Kjalvegar frá Árbúðum að afleggjara til Kerlingarfjalla, beiðni um umsögn
Erindi Skipulagsstofnunar, dagfs. 24. apríl 2019, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar um hvort og á hvaða forsendum efnistaka og lagning Kjalvegar frá Árbúðum að afleggjara til Kerlingarfjalla skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
38. 1905029 – Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024.
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun 2020-2024.
Mál til kynningar
39. 1905009 – Breytingar á lögum um opinber innkaup
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. apríl 2019, þar sem kynntar eru breytingar á lögum um opinber innkaup.
40. 1905003 – Skapandi dagar fyrir stjórnendur hjá sveitarfélögum
Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 30. apríl 2019, kynning á fræðslu fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur, „Skapandi dagar fyrir stjórnendur sveitarfélaga“ dagana 3. til 4. júní n.k.
41. 1905010 – Einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, kynning frá Jafnréttisstofu
Erindi Jafnréttisstofu og Vinnueftirlitsins, dags. 17. apríl 2019, varðandi einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
42. 1905005 – Aðalfundur Límtrés-Vírnets 2019
Boð á aðalfund Límtrés-Vírnets ehf, sem haldinn verður 15. maí 2019.
43. 1905020 – Eftirlit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins með rekstri sveitarfélaga
Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 23. apríl 2019, þar sem farið er yfir ákvæði sveitarstjórnarlaga um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og frumklvæðisathugun ráðuneytisins á því hvernig hefði verið staðið að breytingum á fjárhagsáætlunum.
44. 1905026 – Örnefni – leiðbeiningar handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyrirbæra
Bréf Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, dags. 26. apríl 2019, leiðbeiningar til handa sveitarfélögum um nafngiftir, sjá bækling á slóðinni:
https://www.arnastofnun.is/is/leidbeiningar-um-nafngiftir-byla-gatna-sveitarfelaga-og-natturufyrirbaera
45. 1905027 – Breyting á innheimtu
Erindi Motus ehf og Lögheimtunnar, dags. 8. apríl 2019.
Sveitarstjóri gerir frekari grein fyrir málinu á fundinum.
46. 1905031 – Ályktanir af 97. héraðsþingi HSK
Ályktanir af 97. hérðasþingi HSK frá 14. mars 2019, áskorun um aukið framlag til reksturs íþróttafélaga og niðurgreiðslna æfingagjalda, ályktun varðandi ungmenna- og tómstundabúðir á Laugarvatni og þakkir til sveitarfélaga og Héraðsnefnda fyrir framlag til HSK.
07.05.2019
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.