Fundarboð 233. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 233

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 22. maí 2019 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
175. fundargerð, 5. liður, Heiðarbær lóð 170227, byggingar á lóð, fyrirspurn. Á síðasta fundi láðist að staðfesta þennan dagskrárlið.
2. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
177. fundur haldinn 22. maí 2019.
Fundargerðin fylgir ekki fundarboðinu, en fundurinn verður haldinn að morgni 22. maí.
3. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
100. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 15. maí 2019 (fundur 19-100).
Fundargerðir til kynningar
4. 1902015 – Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
196. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 9. maí 2019
5. 1903009 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga
7. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 16. apríl 2019, ásamt tveimur fundargerðum byggingarnefndar Búðarstígs 22.
6. 1903009 – Fundargerð stjórnar Byggðasafns Árnesinga
8. fundur stjórnar Byggðasafns Árnesinga, haldinn 7.maí 2019.
7. 1901018 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
280. fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, fundur haldinn 14. maí 2019.
Almenn mál
8. 1809055 – Trúnaðarmál
Trúnaðarmál.
9. 1905038 – Beiðni um styrkveitingu til Klúbbsins Stróks
Styrkbeiðni frá Styrkarfélagi Klúbbsins Stróks, dags. 30. apríl 2019, vegna starfsemi endurhæfingar- og virknimiðstöðvar fyrir íbúa á Suðurlandi.
10. 1905050 – Samráðsvettvangur um loftslagsmál
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 17. maí 2019 um stofnun samráðsvettvangs sveitarfélaga um loftslagsmál. Boðun til stofnfundar og beiðni um tilnefningu tengiliða.
11. 1905028 – Reiðhjólaleiga á Laugarvatni
Beiðni Óðins Þórs Kjartanssonar um að fá leyfi til bráðabirgða til að hafa aðstöðu fyrir reiðhjólaleigu við heimili hans. Áður á dagskrá á 232. fundi.
12. 1902054 – Úthlutun lands innan þjóðlendu, Þverbrekknamúli
Erindi forsætisráðuneytisins, dags. 16. apríl 2019, vegna lóðarleigusamnings fyrir Þverbrekknamúla. Ráðuneytið hefur yfirfarið samningsdrög. Áður á dagskrá á 227. fundi.
13. 1905039 – Póstnúmerabreyting í Bláskógabyggð
Tilkynning Íslandspósts, dags. 13. maí 2019, um fyrirhugaða póstnúmerabreytingu, þar sem heimili og fyrirtæki í Bláskógabyggð sem áður höfðu áritunina 801 Selfoss verða með áritunina 806 Selfoss.
14. 1905049 – Beiðni um fund með sveitarstjórn
Fulltrúar Ungra umhverfissinna koma inn á fund sveitarstjórnar kl. 16.
15. 1905035 – Umsókn um lóð, Miðholt 2-12
Umsókn HS Húsa ehf um lóðina Miðholt 2-12, Reykholti.
16. 1905051 – Framkvæmdir sumarið 2019
Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs kemur inn á fundinn og fer yfir stöðu mála og verkefni framundan.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
17. 1905040 – Rekstarleyfisumsókn nýtt rekstrarleyfi gisting flokkur II gistiskáli Kóngsvegur 16,18,20,22,24 fnr 221-9807, 223-5558, 224-0587, 227-8528, og 227-6479
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 31. janúar 2019, um umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi, gisting flokkur II gistiskáli (D) Kóngsvegur 16,18,20,22,24 fnr 221-9807, 223-5558, 224-0587, 227-8528, og 227-6479. Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa kemur fram í 21. lið fundargerðar nr. 19-100.
18. 1905041 – Rekstrarleyfisumsókn Heiði Biskupstungum fnr 220-4665 veitingar flokkur II veitingastofa og greiðasala
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. apríl 2019, um umsögn um umsókn um nýtt rekstrarleyfi, Heiði Biskupstungum fnr 220-4665 veitingar flokkur II veitingastofa og greiðasala (C). Jákvæð umsögn byggingarfulltrúa er í 22. lið fundargerðar 19-100.
19. 1905046 – Tillaga til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál.
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. maí 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um stöðu barna 10 árum eftir hrun, 256. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk.
20. 1905048 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 472004, með síðari breytingum (samningar við þjónustuaðila), 802 mál.
Beiðni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingiss, dags. 9. maí 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðgarðinn á Þingvöllum, nr. 47/2004, með síðari breytingum (samningar við þjónustuaðila), 802 mál.
Umsagnarfrestur er til 23. maí nk.
21. 1905047 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 1002007 (hækkun lífeyris), 844. mál.
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. maí 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (hækkun lífeyris), 844. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní n.k.
22. 1905052 – Tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál.
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 17. maí 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní nk.
23. 1905007 – Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019
Erindi umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2019, þar sem send er til kynningar og umsagnar tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur varðandi færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð. Breytingin mun einnig ná til lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu. Frestur til athugasemda er til 29. maí nk.
Mál til kynningar
24. 1905036 – Stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030
Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 2. maí 2019, þar sem kynnt er stefnumótun í íþróttamálum 2019-2030.

 

 

 

20.05.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.