Fundarboð 234. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 234

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 6. júní 2019 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
101. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 29. maí 2019 (fundur 19-101).
2. 1901042 – Fundargerð skólanefndar
6. fundur skólanefndar haldinn 21. maí 2019
Fundargerðir til kynningar
3. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
871. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 29. maí 2019.
4. 1810005 – Verkfundargerðir vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2 áfangi.
2. og 3. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, haldnir 24. maí og 3. júní 2019, 2. áfangi, innanhúsfrágangur og lóð.
Almenn mál
5. 1906003 – Styrkbeiðni vegna söng- og leiklistarmánskeiðs sumarið 2019
Styrkbeiðni Báru Lindar Þórarinsdóttur, dags. 3. júní 2019, vegna söng- og leiklistarnámskeiðs fyrir krakka sumarið 2019, afnot af íþróttasal á Laugarvatni.
6. 1906002 – Styrkbeiðni Söngkórs Miðdalskirkju
Styrkbeiðni Söngkórs Miðdalskirkju vegna starfsemi og reksturs kórsins, dags. 24. apríl 2019.
7. 1906001 – Yfirlit yfir útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði 2019
Yfirlit yfir innkomið útsvar (staðgreiðslu) og greiðslur frá Jöfnunarsjóði janúar til apríl 2019.
8. 1906010 – Samræmt verklag vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum
Erindi UNICEF, dags. 22. maí 2019, þar sem öll sveitarfélög eru hvött til að setja sér heildstætt og samræmt verklag, vegna gruns um ofbeldi og vanrækslu fyrir allar stofnanir sem starfa með börnum.
9. 1906008 – Sumarlokun skrifstofu Bláskógabyggðar og sumarleyfi sveitarstjórnar
Lagt er til að skrifstofa Bláskógabyggðar verði lokuð frá og með 8. júlí til og með 2. ágúst 2019. Sveitarstjórn fundi 4. júlí og 8. ágúst.
10. 1906007 – Beiðni um undanþágu frá reglu um að starfsmenn séu ekki ráðnir í meira en 100% starfshlutfall
Beiðni um undanþágu til að ráða starfsmann tímabundið í meira en 100% starf.
11. 1906009 – Beiðni íbúa Laugaráss um svör við því hvort Laugarás sé dreifbýli eða þéttbýli
Fyrirspurn Önnu Gretu Ólafsdóttur og Sigurlaugar Angantýsdóttur, dags. 16. maí 2019, varðandi það hvort Laugarás sé þéttbýli eða dreifbýli.
12. 1906013 – Umsókn um leyfi til að gera bryggju vestan við Vígðulaug
Beiðni Sigurðar Halldórssonar, f.h. Sjómannafélags Laugarvatns, dags. 3. júní 2019, um heimild til að fá að koma fyrir bryggju við bakka Laugarvatns vestan Vígðulaugar og laga botninn í kringum bryggjuna.
13. 1905056 – Álagsgreiðslur og launamál í leikskólum
Tillaga varðandi álagsgreiðslur í leikskólum – til afgreiðslur á næsta fundi.
14. 1903027 – Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti
Álitsgerð Gunnars Gíslasonar vegna endurskoðunar á samstarfi Bláskógaskóla í Reykholti og á Laugarvatni.
15. 1902055 – Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019
Viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019
Almenn mál – umsagnir og vísanir
16. 1906011 – Frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál.
Beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 20. maí 2019, um umsögn um frumvarp til laga um matvæli (sýklalyfjanotkun), 753. mál. Umsagnarfrestur er til 3. júní n.k.
17. 1905017 – Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 28. maí 2019, um að frestur til að skila inn umsögn um grænbók í málefnum sveitarfélaga hefur verið framlengdur til 11. júní n.k.
18. 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Ósk þverpólitískrar nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, dags. 22. maí 2019, um umsögn um textadrög varðandi skilgreiningu marka þjóðgarðsins, áherslur um skiptingu landsvæða í verndarflokka, umfjöllun um aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar. Umsagnarfrestur er til 30. júní 2019.
19. 1906006 – Umsókn um tækifærisleyfi 5. – 7. júlí á tjaldstæði við Faxa, Heiði
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 29. maí 2019 um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi þann 5. – 7. júlí á tjaldstæði við Faxa, Heiði Biskupstungum frá Nemendafélaginu Mími.
Mál til kynningar
20. 1809052 – Gönguleið meðfram Brúará, Brúarárfoss, hindranir á almannarétti
Tilkynning frá Umhverfisstofnun, dags. 31. maí 2019, þess efnis að aflétt hafi verið hindrunum á almannarétti meðfram bökkum Brúarár og máli varðandi dagsektir sé því lokið.
21. 1906004 – Ályktun af aðalfundi Búnaðarfélags Bláskógabyggðar 2019
Ályktun af aðalfundi Búnaðarfélags Bláskógabyggðar sem haldinn var 9. apríl 2019, þar sem lagst er gegn fyrirhugaðri stofnun Miðhálendisþjóðgarðs.
22. 1906005 – Ályktanir aðalfundar UMFL 2019
Ályktanir aðalfundar Ungmennafélags Laugdæla, sem haldinn var 28. maí 2019, varðandi íþrótta- og tómstundafulltrúa og bætta aðstöðu fyrir félagasamtök.

 

 

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.