Fundarboð 235. fundar sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 235

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 20. júní 2019 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
178. fundur skipulagsnefndar haldinn 12. júní 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11 og 12.
2. 1901039 – Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu
93. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 5. júní 2019.
3. 1901042 – Fundargerð skólanefndar
7. fundur skólanefndar, haldinn 18. júní 2019.
Fundargerðir til kynningar
4. 1904010 – Fundargerð NOS
Fundur NOS haldinn 7. júní 2019.
5. 1905012 – Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
6. fundur stjórnar Bergrisans bs, haldinn 27. maí 2019, ásamt fylgigögnum.
6. 1904025 – Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2019
Fundargerð aðalfundar Háskólafélags Suðurlands, sem haldinn var 9. maí 2019.
7. 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS
546. fundur stjórnar SASS haldinn 16. maí 2019.
Almenn mál
8. 1906019 – Beiðni um aukinn kennslukvóta Tónlistarskóla Árnesinga
Beiðni Tónlistarskóla Árnesinga, dags. 11. júní 2019, um aukinn kennslukvóta frá og með næsta hausti vegna nemenda úr Bláskógabyggð sem eru á biðlista eftir tónlistarnámi.
9. 1906014 – Hótel og smáhýsi Brúarhvammur, deiliskipulag
Á fundinn koma fulltrúar Kvótasölunnar ehf, eiganda jarðarinnar Brúarhvamms vegna tillögu um gerð deiliskipulags fyrir 100 herbergja hótel og 10 smáhýsi. Einnig lagðar fram athugasemdir sem hafa borist vegna málsins.
10. 1905056 – Álagsgreiðslur og launamál í leikskólum
Launamál á leikskólum, áður á dagskrá á 234. fundi sveitarstjórnar.
11. 1906018 – Lántaka Brunavarna Árnessýslu 2019
Beiðni fjárhaldsmanns Héraðsnefndar Árnesinga, dags. 11. júní 2019, um að Bláskógabyggð veiti ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna kaupa á tankbifreið.
12. 1906016 – Beiðni um stækkun lóðar Kirkjuholts, Laugarási
Beiðni Birkis Kúld, f.h. Benedikts Skúlasonar, dags. 13. júní 2019, um stækkun lóðarinnar Kirkjuholts í Laugarási um 2.067 fermetra. Vísað til sveitarstjórnar af skipulags- og byggingarnefnd, sjá 8. lið fundargerðar 178. fundar.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
13. 1906017 – Tækifærisleyfisumsókn Thai-hátíð í Miðhúsum
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 11. júní 2019, um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir Thai-hátíð að Miðhúsum, Kvistur 167413, dagana 15. og 16. júní 2019.
Mál til kynningar
14. 1903036 – Skýrsla um svifþörunga í Þingvallavatni
Skýrsla um svifþörungatalningar í Þingvallavatni 2015-2018 (samstarfsnefnd um vöktun Þingvallavatns)
15. 1902014 – Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2019
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 11. júní 2019, þar sem boðað er til aukalandsþings Sambandsins í september 2019.

 

  

18.06.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.