Fundarboð 237. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 237

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 11. ágúst 2019 og hefst kl. 09:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerðir skipulagsnefndar 2019
180. fundur skipulagsnefndar, haldinn 10. júlí 2019. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 2, 3, 4, 5 og 6.
Almenn mál
2. 1805099 – Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð
Tilboð í gerð útboðsgagna vegna lagningar ljósleiðara í Bláskógabyggð. Ákvörðunartaka um framhald verkefnisins. Guðmundur Daníelsson, ráðgjafi, kemur inn á fundinn.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
3. 1908013 – Mat á umhverfisáhrifum, hótel og baðlón á Efri-Reykjum
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 22. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum framkvæmdir við hótel og baðlón á Efri-Reykjum skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
4. 1908007 – Mat á umhverfisáhrifum, efnistaka úr landi Gýgjarhólskots
Erindi Skipulagsstofnunar, dags. 30. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um hvort og á hvaða forsendum efnistaka úr Gýgjarhólskoti vegna endurbóta á Skeiða- og Hrunamannavegi skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

 

 

 

 

 

 

 

09.08.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.