Fundarboð 238. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 238
FUNDARBOÐ
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 22. ágúst 2019 og hefst kl. 15:00
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1908022 – Fjallskilanefnd Biskupstungna | |
Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna vegna fundar sem haldinn var 14. ágúst 2019, ásamt fjallskilaseðli. | ||
2. | 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir 2019 | |
104. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 14. ágúst 2019. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
3. | 1810005 – Útboð Álfaborg, innanhúsfrágangur og lóð | |
6. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 23. júlí 2019 7. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 6. ágúst 2019 8. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 20. ágúst 2019 |
||
4. | 1901018 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019 | |
282. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 9. júlí 2019 283. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 13. ágúst 2019 |
||
5. | 1905012 – Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2019 | |
7. fundargerð stjórnar Bergrisans bs, frá 26. júní 2019. | ||
6. | 1901045 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019 | |
547. fundur stjórnar SASS frá 28. júní 2019 | ||
Almenn mál | ||
7. | 1908025 – Kjaramál félagsmanna Bárunnar | |
Erindi Bárunnar, stéttarfélags, dags. 2. júlí 2019, þar sem farið er fram á eingreiðslu til félagsmanna í Bárunni. | ||
8. | 1908023 – Ensk heiti á íslenskum stöðum | |
Tilmæli Örnefnanefndar, dags. 26. júní 2019, til sveitarfélaga varðandi ensk nöfn á íslenskum stöðum. | ||
9. | 1908024 – Umsókn um lóðina Herutún 2, Laugarvatni | |
Umsókn Auðar S. Hólmarsdóttur um lóðina Herutún 2, Laugarvatni. | ||
10. | 1908029 – Vetraropnun sundlaugar í Reykholti | |
Tillaga um aukinn vetraropnunartíma sundlaugar og þreksalar í Reykholti. | ||
11. | 1908021 – Trúnaðarmál | |
Trúnaðarmál | ||
12. | 1809046 – Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar | |
Greinargerð Umhverfisstofnunar, dags. 2. júlí 2019, vegna athugasemda sem bárust við tillögur að friðlýsingu Hvítár og Jökulfalls á grundvelli rammaáætlunar. | ||
13. | 1908034 – Heimavist FSu | |
Ályktun starfshóps um húsnæðisúrræði nemenda við Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu). | ||
14. | 1908028 – Umsókn um lóð fyrir íshelli í suðurhlíðum Langjökuls | |
Umsókn Arctic adventures hf, dags. 16. ágúst 2019, um leyfi til að gera manngerðan íshelli og lóð undir hann í suðurhlíðum Langjökuls. | ||
15. | 1906027 – Hjólhýsasvæði á Laugarvatni | |
Tillaga um að ráðist verði í að deiliskipuleggja hjólhýsasvæðið á Laugarvatni. | ||
16. | 1906014 – Hótel og smáhýsi Brúarhvammur | |
Deiliskipulag Brúarhavamms, áður á dagskrá 237. fundar. Beiðni landeiganda, dags. 7. ágúst 2019, um að tillaga að deiliskipulagi verði tekin til afgreiðslu hjá sveitarstjórn þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samkomulag um lóðarmörk. | ||
17. | 1908031 – Beiðni um nafnabreytingu á landi | |
Umsókn Harðar Arnarsonar, dags. 5. júlí 2019, um að gerðar verði breytingar á nöfnum þanngi að nafnið Böðmóðsstaðir 1 lóð (nr. 194752) verður fellt niður og breytt í Brúará 1 og Böðmóðsstaðir 1 land (nr. 222890) verði fellt niður og breytt í Brúará 2. | ||
18. | 1908037 – Beiðni um heimild til auglýsingamyndatöku á Langjökli | |
Beiðni Snark ehf, dags. 13. ágúst 2019, um leyfi til koma fyrir húsi, tímabundið, á Langjökli vegna upptöku á auglýsingamynd. | ||
19. | 1809045 – Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar 2018 | |
Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er lagt til að öldungaráð skv. 10. tl. 40. gr. (fastanefndir) fái heitið samráðshópur um málefni aldraðra í Bláskógabyggð, til aðskilnaðar frá öldungaráði (lögbundnu) skv. 14. tl. 40. gr. (samstarfsnefndir). | ||
20. | 1908008 – Umsóknir um íbúðir til leigu í Reykholti | |
Lagðar fram umsóknir sem borist hafa um tvær íbúðir sem eru til leigu í Reykholti. | ||
21. | 1908043 – Breyting á deiliskipulagi Austurey 3 L167623, Eyrargata 9 | |
Austurey 3 L167623; Eyrargata 9; Deiliskipulagsbreyting. Áður á dagskrá 237. fundar sveitarstjórnar. | ||
22. | 1906021 – Viljayfirlýsing vegna kaupa á heitu vatni til uppbyggingar í ferðaþjónustu (baðlón, hótel) | |
Beiðni um viljayfirlýsingu um sölu á heitu vatni til Norverks ehf, áður á dagskrá 235. fundar. Umsögn stjórnar Bláskógaveitu liggur fyrir, sbr. 94. fundargerð, 2. tl. | ||
23. | 1908044 – Frágangur á plani við sundlaug og leikskóla | |
Tillaga um að ráðist verði í frágang á plani á milli sundlaugar og leikskóla í Reykholti tengslum við nýbyggingu leikskóla. | ||
24. | 1905022 – Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn | |
Frístund við skólann í Reykholti fyrir 6-9 ára börn. Sveitarstjóri fer yfir stöðu undirbúnings. | ||
Almenn mál – umsagnir og vísanir | ||
25. | 1810032 – Hagavatnsvirkjun | |
Drög að tillögu að matsáætlun allt að 9,9 MW Hagavatnsvirkjunar í Bláskógabyggð, dags. 23. júlí 2019. | ||
26. | 1905017 – Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga | |
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19. ágúst 2019, varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033. | ||
27. | 1908035 – Rekstrarleyfisumsókn Hverabraut 1, fnr. 220-6257 | |
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi að Hvewrabraut 1, fnr. 220-6257, (Fontana) til sölu veitinga í flokki II, veitingahús (A). Einnig lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 14. ágúst 2019, þar sem ekki er gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. | ||
28. | 1908036 – Rekstrarleyfisumsókn Torfastaðakot 3, (L222485) | |
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 6. nóvember 2018, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn vegna Torfastaðakots 3 (F2352185) vegna rekstrarleyfis í flokki II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C). Einnig er lögð fram umsögn byggingarfulltrúa þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II. | ||
29. | 1908041 – Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps | |
Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 14. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029. | ||
30. | 1908033 – Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar | |
Erindi Hvalfjarðarsveitar, dags. 19. júlí 2019, kynning á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. | ||
31. | 1908042 – Stefna í úrgagnsmálum fyrir landið allt | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12. júlí 2019, þar sem gefinn er kostur á að gera athugasemdir við tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt. | ||
32. | 1908005 – Leiðbeiningar vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta | |
Leiðbeiningar starfshóps á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. júlí 2019, til sveitarfélaga vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta. Óskað er umsagna fyrir 20. september n.k. | ||
Mál til kynningar | ||
33. | 1908026 – Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga | |
Boð Jafnréttisstofu á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019. | ||
34. | 1908020 – Aðalfundur 2019 | |
Boð á aðalfund Vottunarstofunnar Túns ehf, sem haldinn verður 27. ágúst 2019. | ||
35. | 1908030 – Verkefnið Göngum í skólann | |
Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 14. ágúst 2019, varðandi verkefnið Göngum í skólann. | ||
36. | 1908032 – Forsendur fjárhagsáætlana | |
Samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júlí 2019, varðandi vinnslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2020. | ||
37. | 1908027 – Skólaþing sveitarfélaga | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. ágúst 2019, þar sem boðið er til skólaþings sveitarfélaga 4. nóvember n.k. | ||
38. | 1908006 – Leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA) | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. júlí 2019, varðandi leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA). | ||
39. | 1908039 – Jafnlaunavottun | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júlí 2019, varðandi innleiðingu á jafnlaunavottun fyrir sveitarfélög. | ||
40. | 1908040 – Niðurfelling héraðsvegar – Kjarnholtsvegur | |
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 11. júlí 2019, um að til standi að fella Kjarnholtsveg 1 (3677-01) að Kjarnholti (1) 3a af vegaskrá. | ||
20.08.2019
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.