Fundarboð 238. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 238

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 22. ágúst 2019 og hefst kl. 15:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1908022 – Fjallskilanefnd Biskupstungna
Fundargerð fjallskilanefndar Biskupstungna vegna fundar sem haldinn var 14. ágúst 2019, ásamt fjallskilaseðli.
2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir 2019
104. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 14. ágúst 2019.
Fundargerðir til kynningar
3. 1810005 – Útboð Álfaborg, innanhúsfrágangur og lóð
6. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 23. júlí 2019
7. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 6. ágúst 2019
8. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar haldinn 20. ágúst 2019
4. 1901018 – Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands 2019
282. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 9. júlí 2019
283. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 13. ágúst 2019
5. 1905012 – Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2019
7. fundargerð stjórnar Bergrisans bs, frá 26. júní 2019.
6. 1901045 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
547. fundur stjórnar SASS frá 28. júní 2019
Almenn mál
7. 1908025 – Kjaramál félagsmanna Bárunnar
Erindi Bárunnar, stéttarfélags, dags. 2. júlí 2019, þar sem farið er fram á eingreiðslu til félagsmanna í Bárunni.
8. 1908023 – Ensk heiti á íslenskum stöðum
Tilmæli Örnefnanefndar, dags. 26. júní 2019, til sveitarfélaga varðandi ensk nöfn á íslenskum stöðum.
9. 1908024 – Umsókn um lóðina Herutún 2, Laugarvatni
Umsókn Auðar S. Hólmarsdóttur um lóðina Herutún 2, Laugarvatni.
10. 1908029 – Vetraropnun sundlaugar í Reykholti
Tillaga um aukinn vetraropnunartíma sundlaugar og þreksalar í Reykholti.
11. 1908021 – Trúnaðarmál
Trúnaðarmál
12. 1809046 – Tillaga að friðlýsingu svæðis í verndarflokki rammaáætlunar
Greinargerð Umhverfisstofnunar, dags. 2. júlí 2019, vegna athugasemda sem bárust við tillögur að friðlýsingu Hvítár og Jökulfalls á grundvelli rammaáætlunar.
13. 1908034 – Heimavist FSu
Ályktun starfshóps um húsnæðisúrræði nemenda við Fjölbrautarskóla Suðurlands (FSu).
14. 1908028 – Umsókn um lóð fyrir íshelli í suðurhlíðum Langjökuls
Umsókn Arctic adventures hf, dags. 16. ágúst 2019, um leyfi til að gera manngerðan íshelli og lóð undir hann í suðurhlíðum Langjökuls.
15. 1906027 – Hjólhýsasvæði á Laugarvatni
Tillaga um að ráðist verði í að deiliskipuleggja hjólhýsasvæðið á Laugarvatni.
16. 1906014 – Hótel og smáhýsi Brúarhvammur
Deiliskipulag Brúarhavamms, áður á dagskrá 237. fundar. Beiðni landeiganda, dags. 7. ágúst 2019, um að tillaga að deiliskipulagi verði tekin til afgreiðslu hjá sveitarstjórn þrátt fyrir að ekki liggi fyrir samkomulag um lóðarmörk.
17. 1908031 – Beiðni um nafnabreytingu á landi
Umsókn Harðar Arnarsonar, dags. 5. júlí 2019, um að gerðar verði breytingar á nöfnum þanngi að nafnið Böðmóðsstaðir 1 lóð (nr. 194752) verður fellt niður og breytt í Brúará 1 og Böðmóðsstaðir 1 land (nr. 222890) verði fellt niður og breytt í Brúará 2.
18. 1908037 – Beiðni um heimild til auglýsingamyndatöku á Langjökli
Beiðni Snark ehf, dags. 13. ágúst 2019, um leyfi til koma fyrir húsi, tímabundið, á Langjökli vegna upptöku á auglýsingamynd.
19. 1809045 – Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar 2018
Samþykktir um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar. Í samráði við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið er lagt til að öldungaráð skv. 10. tl. 40. gr. (fastanefndir) fái heitið samráðshópur um málefni aldraðra í Bláskógabyggð, til aðskilnaðar frá öldungaráði (lögbundnu) skv. 14. tl. 40. gr. (samstarfsnefndir).
20. 1908008 – Umsóknir um íbúðir til leigu í Reykholti
Lagðar fram umsóknir sem borist hafa um tvær íbúðir sem eru til leigu í Reykholti.
21. 1908043 – Breyting á deiliskipulagi Austurey 3 L167623, Eyrargata 9
Austurey 3 L167623; Eyrargata 9; Deiliskipulagsbreyting. Áður á dagskrá 237. fundar sveitarstjórnar.
22. 1906021 – Viljayfirlýsing vegna kaupa á heitu vatni til uppbyggingar í ferðaþjónustu (baðlón, hótel)
Beiðni um viljayfirlýsingu um sölu á heitu vatni til Norverks ehf, áður á dagskrá 235. fundar. Umsögn stjórnar Bláskógaveitu liggur fyrir, sbr. 94. fundargerð, 2. tl.
23. 1908044 – Frágangur á plani við sundlaug og leikskóla
Tillaga um að ráðist verði í frágang á plani á milli sundlaugar og leikskóla í Reykholti tengslum við nýbyggingu leikskóla.
24. 1905022 – Frístundaheimili fyrir 6-9 ára börn
Frístund við skólann í Reykholti fyrir 6-9 ára börn. Sveitarstjóri fer yfir stöðu undirbúnings.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
25. 1810032 – Hagavatnsvirkjun
Drög að tillögu að matsáætlun allt að 9,9 MW Hagavatnsvirkjunar í Bláskógabyggð, dags. 23. júlí 2019.
26. 1905017 – Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19. ágúst 2019, varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033.
27. 1908035 – Rekstrarleyfisumsókn Hverabraut 1, fnr. 220-6257
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 10. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi að Hvewrabraut 1, fnr. 220-6257, (Fontana) til sölu veitinga í flokki II, veitingahús (A). Einnig lögð fram umsögn byggingarfulltrúa, dags. 14. ágúst 2019, þar sem ekki er gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
28. 1908036 – Rekstrarleyfisumsókn Torfastaðakot 3, (L222485)
Erindi Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 6. nóvember 2018, þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfisumsókn vegna Torfastaðakots 3 (F2352185) vegna rekstrarleyfis í flokki II, gististaður án veitinga, minna gistiheimili (C). Einnig er lögð fram umsögn byggingarfulltrúa þar sem fram kemur að ekki er gerð athugasemd við að veitt verði leyfi í rekstrarflokki II.
29. 1908041 – Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Erindi skipulagsfulltrúa, dags. 14. júlí 2019, þar sem óskað er umsagnar um aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps 2017-2029.
30. 1908033 – Aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar
Erindi Hvalfjarðarsveitar, dags. 19. júlí 2019, kynning á skipulagslýsingu fyrir aðalskipulag Hvalfjarðarsveitar sbr. skipulagslög nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
31. 1908042 – Stefna í úrgagnsmálum fyrir landið allt
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 12. júlí 2019, þar sem gefinn er kostur á að gera athugasemdir við tillögur að nýrri stefnu um meðhöndlun úrgangs fyrir landið allt.
32. 1908005 – Leiðbeiningar vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta
Leiðbeiningar starfshóps á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. júlí 2019, til sveitarfélaga vegna setningar á gjaldskrám byggingarfulltrúaembætta. Óskað er umsagna fyrir 20. september n.k.
Mál til kynningar
33. 1908026 – Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga
Boð Jafnréttisstofu á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga dagana 4.-5. september 2019.
34. 1908020 – Aðalfundur 2019
Boð á aðalfund Vottunarstofunnar Túns ehf, sem haldinn verður 27. ágúst 2019.
35. 1908030 – Verkefnið Göngum í skólann
Erindi Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, dags. 14. ágúst 2019, varðandi verkefnið Göngum í skólann.
36. 1908032 – Forsendur fjárhagsáætlana
Samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. júlí 2019, varðandi vinnslu fjárhagsáætlana fyrir árið 2020.
37. 1908027 – Skólaþing sveitarfélaga
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 16. ágúst 2019, þar sem boðið er til skólaþings sveitarfélaga 4. nóvember n.k.
38. 1908006 – Leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA)
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 31. júlí 2019, varðandi leiðbeiningar um innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk (NPA).
39. 1908039 – Jafnlaunavottun
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 15. júlí 2019, varðandi innleiðingu á jafnlaunavottun fyrir sveitarfélög.
40. 1908040 – Niðurfelling héraðsvegar – Kjarnholtsvegur
Tilkynning Vegagerðarinnar, dags. 11. júlí 2019, um að til standi að fella Kjarnholtsveg 1 (3677-01) að Kjarnholti (1) 3a af vegaskrá.

 

 

20.08.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.