Fundarboð 239. fundar sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 239

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 5. september 2019 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerðir skipulagsnefndar 2019
182. fundur skipulagsnefndar haldinn 28. ágúst 2019, afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 2.
Fundargerðir til kynningar
2. 1902015 – Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands 2019
198. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 20. ágúst 2019.
3. 1901045 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
546. fundur stjórnar SASS, haldinn 16. maí 2019.
4. 1909002 – Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2019
35. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 1. febrúar 2019
36. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 17. maí 2019
37. fundur stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga haldinn 23. ágúst 2019
5. 1901045 – Fundargerðir stjórnar SASS 2019
548. fundur stjórnar SASS, haldinn 16. ágúst 2019.
6. 1905012 – Fundargerðir stjórnar Bergrisans bs 2019
8. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 26. ágúst 2019
7. 1810005 – Útboð Álfaborg, innanhúsfrágangur og lóð
9. verkfundur vegna byggingar leikskólans Álfaborgar (síðari áfangi) haldinn 3. september 2019.
8. 1903005 – Fundargerðir oddvitanefndar UTU 2019
Fundur oddvitanefndar UTu haldinn 2. september 2019.
Afgreiða þarf sérstaklega lið nr. 4 (ráðning starfsmanns).
9. 1909014 – Verkfundargerðir vegna Seyrustaða 2019
Verkfundur vegna seyrustaða haldinn 13. ágúst 2019.
Almenn mál
10. 1805099 – Lagning ljósleiðara í Bláskógabyggð
Guðmundur Daníelsson, ráðgjafi, kemur á fundinn. Gerð verður grein fyrir tilboðum sem borist hafa í verklegar framkvæmdir og farið yfir stöðu mála hvað varðar umsóknir og næstu skref.
11. 1903027 – Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti
Minnisblað sveitarstjóra, ásamt samantekt dr. Gerðar G. Óskarsdóttur, ráðgjafa um stöðu mála og næstu skref og samningur við Gerði um ráðgjafarstörf fyrir Bláskógabyggð.
12. 1909009 – Afsal fyrir eignarhlut björgunarsveitar Biskupstungna í Dalbraut 2
Afsal Bláskógabyggðar til björgunarsveitar Biskupstungna á eignarlut björgunarsveitarinnar í Dalbraut 2, Reykholti.
13. 1909008 – Samningur við björgunarsveit Biskupstungna
Þjónustusamningur við björgunarsveit Biskuptungna 2019 til 2021, ásamt yfirliti yfir greiðslur.
14. 1909010 – Samningur við björgunarsveitina Ingunni
Þjónustusamningur við björgunarsveitina Ingunni 2019 til 2021, ásamt yfirliti yfir greiðslur.
15. 1909007 – Styrkbeiðni vegna fasteignagjalda 2019
Styrkbeiðni björgunarsveitarinnar Ingunnar, dags. 15. ágúst 2019, vegna fasteignagjalda af Lindarskógi 7.
16. 1909004 – Athugasemdir við jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar frá 2017
Erindi Jafnréttisstofu, dags. , þar sem gerðar eru athugasemdir við jafnréttisáætlun Bláskógabyggðar frá 2017.
17. 1909005 – Kvikmyndatökuverkefni á Laugarvatni
Beiðni True North ehf, dags. 28. ágúst 2019, um leyfi til kvikmyndunar í Laugarvatni í nóvember 2019.
18. 1906001 – Yfirlit yfir útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði 2019
Yfirlit yfir innkomið útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 2019, borið saman við áætlun.
19. 1902055 – Viðaukar við fjárhagsáætlun 2019
4. viðauki við fjárhagsáætlun 2019
20. 1909001 – Skógarnes, deiliskipulagsbreyting
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Skógarness, Austurey, lögð fram að nýju.
21. 1905022 – Frístund fyrir 6-9 ára börn við Bláskógaskóla Reykholti
Gjaldskrá og reglur frístundar fyrir 6-9 ára börn.
22. 1909012 – Umsókn um leyfi fyrir þríþrautarkeppni og beiðni um fjárstuðning
Umsókn Ægis3 – Þríþrautarfélag Reykjavíkur, dags. 2. september 2019, um leyfi Bláskógabyggðar til að halda þríþrautarkeppni á Laugarvatni hinn 13. júní 2020 , ásamt beiðni um fjárstuðning til greiðslu kostnaðar við gæslu.
23. 1905019 – Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal og reglur um afnot ungmenna
Tillaga um fyrirkomulag afslátta vegna heilsueflandi viðburða/námskeiða í íþróttahúsum, sundlaugum og félagsheimili.
24. 1908031 – Beiðni um nafnabreytingu á landi
Beiðni um breytingu á heiti lands úr Böðmóðsstöðum, áður á dagskrá 238. fundar. Lagt fram minnisblað sveitarstjóra um fund með umsækjendum.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
25. 1905007 – Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019
Erindi skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 30. ágúst 2019 um breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 og Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, ásamt umhverfisskýrslu og nýju deiliskipulagi fyrir Álfsnesvík, ásamt umhverfisskýrslu. Athugasemdafrestur er til 11. október nk.
26. 1905007 – Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019
Erindi skrifstofu skipulagsfulltrúa Reykjavíkurbrogar, dags. 30. ágúst 2019, um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, Sjómannaskólareitur og Veðurstofuhæð, breytt landnotkun og fjölgun íbúða. Athugasemdafrestur er til 11. október nk.
Mál til kynningar
27. 1909013 – Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 2. september 2019, um minningardag um fórnarlömb umferðarslysa.
28. 1908038 – Evrópuvika sveitarfélaga í Brussel 2019
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. ágúst 2019, um Evrópuviku sveitarfélaga í Brussel í október 2019.
29. 1909006 – Áskorun vegna hamfarahlýnunar
Áskorun Samtaka grænkera á Íslandi, dags. 20. ágúst 2019 til stjórnvalda vegna hamfarahlýnunar.
30. 1909003 – Haustfundur Héraðsnefndar Árnesinga 2019
Tilkynning formanns Héraðsnefndar Árnessýslu bs. um að haustfundur Héraðsnefndar verði haldinn á Hótel Selfossi þriðjudaginn 15. október n.k.

 

 

 

 

03.09.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.