Fundarboð 242. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 242

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 17. október 2019 og hefst kl. 16:45

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901042 – Fundargerð skólanefndar
8. fundur skólanefndar haldinn 1. október 2019
2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
107. fundur haldinn 03.10.19
Fundargerðir til kynningar
3. 1810005 – Fundargerðir verkfunda vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi
11. verkfundur haldinn 01.10.19
12. verkfundur haldinn 08.10.19
4. 1901018 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
285. fundur haldinn 02.10.19
5. 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS
549. fundur stjórnar SASS haldinn 27.09.19
6. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
874. fundur haldinn 27.09.19
7. 1905012 – Fundargerð stjórnar Bergrisans bs
9. fundur stjórnar Bergrisans haldinn 7. október 2019
8. 1903002 – Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings
34. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 9. október 2019.
9. 1904010 – Fundargerð NOS
Fundur haldinn 8. október 2019
Almenn mál
10. 1910027 – Heimtaugar vegna rafmagns að Árbúðum og Gíslaskála
Kostnaður við heimtaugar að Árbúðum og Gíslaskála. Tillaga um uppgjör við rekstraraðila.
11. 1910016 – Opnunartími leikskóla um jól og áramót
Erindi leikskólastjóra Álfaborgar, dags. 8. október 2019, varðandi opnunartíma leikskóla um jól og áramót 2019, þ.e. á Þorláksmessu, 27. desember og á gamlársdag.
12. 1910018 – Styrkbeiðni nemendafélagsins Mímis vegna söngvakeppni 2019
Styrkbeiðni Mímis, nemendafélags, dags. 1. október 21019, vegna árlegrar söngvakeppni, Blítt og létt, sem haldin verður í október.
13. 1910028 – Styrkbeiðni vegna kostnaðar við íþróttaæfingar
Styrkbeiðni Félags eldri borgara í Biskupstungum, dags. 10.09.19, vegna íþróttaæfinga.
14. 1906001 – Yfirlit yfir útsvar og greiðslur frá Jöfnunarsjóði 2019
15. 1910017 – Ytra mat á leikskólum 2019
Erindi Menntamálastofnunar, dags. 8. október 2019, þar sem auglýst er eftir sveitarfélögum sem hafa áhuga á því að fram fari ytra mat á starfi leikskóla innan þeirra.
16. 1903027 – Endurmat á samstarfi Bláskógaskóla á Laugarvatni og í Reykholti
Skýrsla Gerðar G. Óskarsdóttur lögð fram. Áður kynnt fyrir sveitarstjórn á 241. fundi. Einnig lögð fram ályktun starfsmanna Bláskógaskóla Reykholti.
17. 1910008 – Minningargarður
Erindi Sigríðar Byrlgju Sigurjónsdóttur, f.h. Trés lífsins, þar sem kannaður er áhugi sveitarfélagsins á Minningagörðum og afstaða til þess að opna slíkan garð.
18. 1910029 – Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023
Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun 2020. Helstu forsendur, tímarammi og fjárfestingar til umræðu.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
19. 1910019 – Lög um tekjustofna sveitarfélaga
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 27. september 2019, þar sem vakin er athygli á að frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.
20. 1910011 – Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11. október 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum., 41. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.

21. 1910010 – Orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega
Beiðni Velferðarnefndar Alþingis, dags. 11. október 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

Umsagnarfrestur er til 1. nóvember nk.

22. 1910012 – Lög um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86 2011
Beiðni Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 10. október 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.

Umsagnarfrestur er til 31. október nk.

23. 1910009 – Upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál
Beiðni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 11. október 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál

Umsagnarfrestur er til 1. nóvember n.k.

24. 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Ábending Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 11. október 2019, varðandi það að nýtt skjal frá nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu sé komið í samráðsgátt.
25. 1905007 – Aðalskipulagsbreytingar í Reykjavík 2019
Erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, dags. 4. október 2019, varðandi drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Áformuð breyting felur í sér færslu Korpulínu milli Geitháls og tengivirkis við Korpu, við Vesturlandsveg. Jafnhliða færslu verður háspennustrengurinn færður í jörð. Breytingin mun einnig ná til lítilsháttar tilfærslu á Rauðavatnslínu.
Mál til kynningar
26. 1910014 – Aðalfundur Bergrisans bs 2019
Boð á aðalfund Bergrisans bs sem haldinn verður í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi kl. 14:30 hinn 23. október 2019.
27. 1910015 – Aðalfundur Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings
Boð á aðalfund Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings bs, sem haldinn verður í Þingborg 23. október 2019 kl. 13.
28. 1910013 – Orkufundur 2019
Orkufundur 2019 verður haldinn 7. nóvember nk. á Hilton Reykjavík Nordica.
29. 1908025 – Kjaramál félagsmanna Bárunnar

 

 

 

 

15.10.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.