Fundarboð 243. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 243
FUNDARBOÐ
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 7. nóvember 2019 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar | |
185. fundur skipulagsnefndar haldinn 30.10.19. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 14. | ||
2. | 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur | |
107. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 3. október 2019. | ||
3. | 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur | |
108. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 16.10.19 | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
4. | 1902024 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU | |
68. fundur stjórnar UTU. | ||
5. | 1903005 – Fundargerð oddvitanefndar UTU | |
Fundargerð oddvitanefndar UTU vegna seyrumála, fundur haldinn 30.10.19, afgreiða þarf sérstaklega liði 2, 3 og 4. | ||
6. | 1910037 – Ársfundur UTU | |
Ársfundur UTU haldinn 30. október 2019, afgreiða þarf sérstaklega samþykktir UTU. | ||
7. | 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS | |
550. fundur stjórnar SASS haldinn 23.10.19 | ||
8. | 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga | |
875. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 25.10.19 | ||
9. | 1810005 – Verkfundargerð vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi | |
13. verkfundur haldinn 16.10.19 | ||
Almenn mál | ||
10. | 1911012 – Styrkbeiðni Kvennaathvarfs fyrir árið 2020 | |
Umsókn Samtaka um kvennaathvarf, dags. 20.10.19, um rekstrarstyrk fyrir árið 2020. | ||
11. | 1910038 – Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020 | |
Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020 | ||
12. | 1911002 – Styrkbeiðni UMFÍ | |
Beiðni UMFÍ, dags. 31.10.19 um styrktarlínu í blaðið Skinfaxa. | ||
13. | 1911013 – Styrkbeiðni Sjóðsins góða | |
Beiðni Sjóðsins góða, samstarfsverkefnis félagasamtaka í Árnessýslu, dags. september 2019, um fjárframlög vegna úthlutunar fyrir jólin 2019. | ||
15. | 1911016 – Áform um byggingu hótels við Skólaveg | |
Upplýsingar um þörf fyrir lagningu fráveitu vegna áforma um byggingu hótels við Skólaveg, Reykholti. | ||
16. | 1911007 – Sameining sveitarfélaga í Árnessýslu, erindi frá Sveitarfélaginu Árborg | |
Erindi bæjarráðs Árborgar, dags. 21.10.19 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaga í Árnessýslu til sameiningar sveitarfélaganna og hvort vilji sé til að hefja viðræður og skoðun á þeim möguleika | ||
17. | 1910029 – Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023 | |
Elfa Birkisdóttir kemur inn á fundinn kl. 15:30 og fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. Hreinn Þorkelsson kemur inn á fundinn kl. 16:00 og fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020. |
||
18. | 1911017 – Stýrihópur vegna heilsueflandi samfélags, verkefni ársins og næsta árs. | |
Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri, kemur inn á fundinn kl. 16:45. | ||
Almenn mál – umsagnir og vísanir | ||
19. | 1911001 – Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum til umsagnar | |
Erindi umhverfisráðuneytisins, dags. 4. nóvember 2019, þar sem vakin er athygli á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 15. nóvember. | ||
20. | 1911009 – Frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál. | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.
Umsagnarfrestur er til 31. október nk. |
||
21. | 1911004 – Frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál. | |
Eridni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 25.10.19, sent er til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.
Umsagnarfrestur er til 15. nóvember n.k. |
||
22. | 1911005 – Frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga) | |
Erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.
Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk. |
||
23. | 1903044 – Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 4. nóvember 2019, beiðni um umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.
Umsagnarfrestur er til 18. nóvember n.k. |
||
24. | 1903044 – Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál. | |
Eridni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.
Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk. |
||
25. | 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu | |
Umsögn Bláskógabyggðar, dags. 30.10.19, um áherslur þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í væntanlegu frumvarpi og um fjármögnun þjóðgarðs á miðhálendi. | ||
Mál til kynningar | ||
14. | 1910032 – Virkjum hæfileikana | |
Erindi Vinnumálastofnunar, dags. 16.10.19, varðandi mikilvægi þess að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttri atvinnuþátttöku. | ||
26. | 1911010 – Ársskýrsla loftgæða | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 16.10.19, þar sem vakin er athygli á útgáfu Ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 í samræmi við 5. aðgerð (undir 1. markmiði) Aðgerðaráætlunar í loftgæðum ? 2018-2029. | ||
27. | 1911006 – Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda | |
Boð á 22. ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður fimmtudaginn 14. nóvember nk á Egilsstöðum. | ||
28. | 1901036 – Barnaþing, þing um málefni barna 2019 | |
Boð Umboðsmanns barna, dags. 18.10.19, á barnaþing sem fer fram dagana 21. og 22. nóvember nk. í Hörpu. Boðið er sent til sveitarfélaga þeirra barna sem eru þátttakendur á þinginu í ár. | ||
29. | 1911008 – Kæra vegna deiliskipulags Austureyjar I og III | |
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18.10.19 vegna breytingar á deiliskipulagi Austureyjar I og III og útgáfu byggingarleyfis fyrir sumarhúsi í landi Austureyjar III. | ||
30. | 1911011 – Styrkir úr húsafriðunarsjóði | |
Erindi Minjastofnunar þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði. | ||
31. | 1911015 – Forskoðun á kostum sameiningar (Capacent) | |
Erindi Capacent, ódags., þar sem boðið er upp á forskoðun á kostum sameiningar. | ||
32. | 1911003 – Markmið og viðmið um starf frístundaheimila | |
Erindi Sambands íslenskrá sveitarfélaga, dags. 28.10.19 varðandi markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum. | ||
33. | 1911014 – Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna | |
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 21. október 2019, um áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. | ||
05.11.2019
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri