Fundarboð 243. fundar sveitarstjórnar

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 243

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 7. nóvember 2019 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1901037 – Fundargerð skipulagsnefndar
185. fundur skipulagsnefndar haldinn 30.10.19. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3 til 14.
2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
107. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 3. október 2019.
3. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
108. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 16.10.19
Fundargerðir til kynningar
4. 1902024 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU
68. fundur stjórnar UTU.
5. 1903005 – Fundargerð oddvitanefndar UTU
Fundargerð oddvitanefndar UTU vegna seyrumála, fundur haldinn 30.10.19, afgreiða þarf sérstaklega liði 2, 3 og 4.
6. 1910037 – Ársfundur UTU
Ársfundur UTU haldinn 30. október 2019, afgreiða þarf sérstaklega samþykktir UTU.
7. 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS
550. fundur stjórnar SASS haldinn 23.10.19
8. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
875. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 25.10.19
9. 1810005 – Verkfundargerð vegna byggingar leikskólans Álfaborgar, 2. áfangi
13. verkfundur haldinn 16.10.19
Almenn mál
10. 1911012 – Styrkbeiðni Kvennaathvarfs fyrir árið 2020
Umsókn Samtaka um kvennaathvarf, dags. 20.10.19, um rekstrarstyrk fyrir árið 2020.
11. 1910038 – Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020
Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2020
12. 1911002 – Styrkbeiðni UMFÍ
Beiðni UMFÍ, dags. 31.10.19 um styrktarlínu í blaðið Skinfaxa.
13. 1911013 – Styrkbeiðni Sjóðsins góða
Beiðni Sjóðsins góða, samstarfsverkefnis félagasamtaka í Árnessýslu, dags. september 2019, um fjárframlög vegna úthlutunar fyrir jólin 2019.
15. 1911016 – Áform um byggingu hótels við Skólaveg
Upplýsingar um þörf fyrir lagningu fráveitu vegna áforma um byggingu hótels við Skólaveg, Reykholti.
16. 1911007 – Sameining sveitarfélaga í Árnessýslu, erindi frá Sveitarfélaginu Árborg
Erindi bæjarráðs Árborgar, dags. 21.10.19 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélaga í Árnessýslu til sameiningar sveitarfélaganna og hvort vilji sé til að hefja viðræður og skoðun á þeim möguleika
17. 1910029 – Fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun 2021-2023
Elfa Birkisdóttir kemur inn á fundinn kl. 15:30 og fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
Hreinn Þorkelsson kemur inn á fundinn kl. 16:00 og fer yfir tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020.
18. 1911017 – Stýrihópur vegna heilsueflandi samfélags, verkefni ársins og næsta árs.
Gunnar Gunnarsson, verkefnastjóri, kemur inn á fundinn kl. 16:45.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
19. 1911001 – Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum til umsagnar
Erindi umhverfisráðuneytisins, dags. 4. nóvember 2019, þar sem vakin er athygli á að drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi hafa verið birt í Samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 15. nóvember.
20. 1911009 – Frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 18.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni), 123. mál.

Umsagnarfrestur er til 31. október nk.

21. 1911004 – Frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.
Eridni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 25.10.19, sent er til umsagnar frumvarp til laga um grunnskóla (ritfangakostnaður), 230. mál.

Umsagnarfrestur er til 15. nóvember n.k.

22. 1911005 – Frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga)
Erindi Atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 22.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um jarðalög (forkaupsréttur sveitarfélaga), 29. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.

23. 1903044 – Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar, dags. 4. nóvember 2019, beiðni um umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál.

Umsagnarfrestur er til 18. nóvember n.k.

24. 1903044 – Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 90. mál.
Eridni Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 22.10.19, sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (íbúakosningar um einstök mál), 49. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. nóvember nk.

25. 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Umsögn Bláskógabyggðar, dags. 30.10.19, um áherslur þverpólitískrar nefndar um stofnun miðhálendisþjóðgarðs í væntanlegu frumvarpi og um fjármögnun þjóðgarðs á miðhálendi.
Mál til kynningar
14. 1910032 – Virkjum hæfileikana
Erindi Vinnumálastofnunar, dags. 16.10.19, varðandi mikilvægi þess að auka möguleika fólks með skerta starfsgetu á fjölbreyttri atvinnuþátttöku.
26. 1911010 – Ársskýrsla loftgæða
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 16.10.19, þar sem vakin er athygli á útgáfu Ársskýrslu loftgæða með gögnum um loftgæði í landinu til ársins 2017 í samræmi við 5. aðgerð (undir 1. markmiði) Aðgerðaráætlunar í loftgæðum ? 2018-2029.
27. 1911006 – Ársfundur Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda
Boð á 22. ársfund Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður fimmtudaginn 14. nóvember nk á Egilsstöðum.
28. 1901036 – Barnaþing, þing um málefni barna 2019
Boð Umboðsmanns barna, dags. 18.10.19, á barnaþing sem fer fram dagana 21. og 22. nóvember nk. í Hörpu. Boðið er sent til sveitarfélaga þeirra barna sem eru þátttakendur á þinginu í ár.
29. 1911008 – Kæra vegna deiliskipulags Austureyjar I og III
Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 18.10.19 vegna breytingar á deiliskipulagi Austureyjar I og III og útgáfu byggingarleyfis fyrir sumarhúsi í landi Austureyjar III.
30. 1911011 – Styrkir úr húsafriðunarsjóði
Erindi Minjastofnunar þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði.
31. 1911015 – Forskoðun á kostum sameiningar (Capacent)
Erindi Capacent, ódags., þar sem boðið er upp á forskoðun á kostum sameiningar.
32. 1911003 – Markmið og viðmið um starf frístundaheimila
Erindi Sambands íslenskrá sveitarfélaga, dags. 28.10.19 varðandi markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum.
33. 1911014 – Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga, dags. 21. október 2019, um áreiðanleikakönnun viðskiptamanna í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

 

 

 

 

05.11.2019

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri