Fundarboð 248. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 248

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 9. janúar 2020 og hefst kl. 14:00

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 1903002 – Fundargerð skólaþjónustu- og velferðarnefndar Árnesþings
36. fundur skólaþjónustu- og velferðarnefndar, haldinn 18. desember 2019.
2. 1901038 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
112. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, haldinn 18. desember 2019.
Fundargerðir til kynningar
3. 2001032 – Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara
1. verkfundur vegna lagningar ljósleiðara haldinn 30. nóvember 2019.
4. 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS
551. fundur stjórnar SASS haldinn 29. nóvember 2019.
5. 1902005 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
877. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 13. desember 2019.
6. 1902015 – Fundargerð Heilbrigðisnefndar Suðurlands
201. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 17. desember 2019.
7. 1902024 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU
71. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 12. desember 2019.
Almenn mál
8. 1912024 – Náttúrufræðistofa í Bláskógaskóla Reykholti
Beiðni nemenda í 9. og 10. bekk Bláskógaskóla Reykholti um náttúrufræðistofu í skólanum.
9. 1905016 – Afsláttur af lóðagjöldum
Tillaga um að framlengja gildistíma afsláttar af lóðagjöldum af tilteknum lóðum.
10. 1905021 – Efnistaka og lagning Kjalvegar frá Árbúðum að afleggjara til Kerlingarfjalla
Tilkynning Skipulagsstofnunar, dags. 20. desember 2019, um að fyrirhugaðar vegaframkvæmdir á Kjalvegi skuli háð mati á umhverfisáhrifum.
11. 1912027 – Samningur um hjólhýsasvæði Laugarvatni
Beiðni Sigvalda sf, dags. 17. desember 2019, um framlengingu á samningi um rekstur hjólhýsasvæðis á Laugarvatni.
12. 1905019 – Afslættir af aðgangseyri í sund og íþróttasal
Afsláttur af aðgangseyri að íþróttamannvirkjum til einstaklinga sem hafa fengið ávísaða hreyfiseðla, tillaga um framlengingu tilarunaverkefnis.
13. 2001028 – Umsókn um námsvist í Bláskógaskóla Reykholti veturinn 2019-2020
Beiðni Sveitarfélagsins Árborgar um námsvist í Bláskógaskóla, Reykholti veturinn 2019-2020, fyrir nemanda sem er með lögheimili í Árborg skv. viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga https://www.samband.is/verkefnin/skolamal/grunnskoli/vidmidunarreglur-grunnskoli/
14. 1911055 – Gjaldskrá sorphirðu 2020
Gjaldskrá sorphirðu (gámasvæði)
15. 1908031 – Beiðni um nafnabreytingu á landi
Beiðni um breytingu á heiti lands (Böðmóðsstaðir Brúará), áður á dagskrá á 238. og 239. fundi.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
16. 1904042 – Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál.
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 18. desember 2019 um að frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða sé til umsagnar til og með 15. janúar 2020.
17. 2001033 – Rekstrarleyfisumsókn vegna Aratungu
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 18. október 2019, um umsögn um rekstrarleyfisumsókn vegna Aratungu, leyfi í flokki III.
18. 2001027 – Tækifærisleyfi fyrir þorrablót á Laugarvatni 2020
Beiðni Sýslumannsins á Suðurlandi, dags. 27. desember 2019, um umsögn um umsókn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í íþróttahúsinu á Laugarvatni þann 1. til 2. febrúar 2020.
19. 1812008 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 18. desember 2019, um að drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð, umsagnarfrestur er til 15. janúar 2020.
Mál til kynningar
20. 2001026 – Almenningssamgöngur 2020
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 2. janúar 2020 varðandi fyrirkomulag almenningssamgangna frá 1. janúar 2020.
21. 2001029 – Jafnréttisþing 2020
Auglýsing um Jafnréttisþing sem haldið verður í Hörpu 20.
febrúar 2020.
22. 2001001 – Uppgræðsla á jörðinni Hólum
Skýrsla Landgræðslunnar um uppgræðslu á landi úr jörðinni Hólum, Bláskógabyggð.
23. 1903036 – Skýrslur um þörunga í Þingvallavatni
Skýrsla um kísilþörunga í Þingvallvatni.
24. 2001031 – Skýrsla vegna verkefnis um seyrudreifingu
Skýrsla Landgræðslu ríkisins um samstarfsverkefni um dreifingu seyru.
25. 2001030 – Ný umferðarlög
Tilkynning Samgöngustofu um gildistöku nýrra umferðarlaga.

 

 

 

 

 

 

 

07.01.2020

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.