Fundarboð 250. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 250
FUNDARBOÐ
250. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 6. febrúar 2020 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar
190. fundur skipulagsnefndar haldinn 22. janúar 2020. Afgreiða þarf sérstaklega liði nr. 3, 4, 5, 6 og 7.
Fundargerðir til kynningar
2. 1902009 – Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
6. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, haldinn 26. september 2019.
3. 1902024 – Fundargerð stjórnar byggðasamlags UTU 2019
72. fundur stjórnar byggðasamlaggs UTU haldinn 20. desember 2019
4. 2001005 – Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU 2020
73. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 8. janúar 2020.
74. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 8. janúar 2020.
5. 2001025 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands
289. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands haldinn 15. janúar 2020
6. 1901045 – Fundargerð stjórnar SASS 2019
552. fundur stjórnar SASS haldinn 13. desember 2019
7. 2001007 – Fundargerð stjórnar SASS 2020
553. fundur stjórnar SASS haldinn 17. janúar 2020
8. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
114. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 29. janúar 2020.
Almenn mál
9. 2001056 – Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi.
Fulltrúar Veiðifélags Eystri-Rangár koma á fundinn og kynna greinargerð vegna mats á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland.
10. 2002005 – Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn 2020
Ungmennaráð Bláskógabyggðar fundar með sveitarstjórn
11. 2002010 – Afskriftir krafna 2020
Beiðni sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, dags. 4. febrúar 2020, um heimild til að afskrifa kröfur.
12. 2002009 – Tilkynning um sölu hluta í Límtré Vírnet ehf
Tilkynning stjórnar Límtrés Vírnets ehf, dags. 3. febrúar 2020, um sölu á hlutum í félaginu og beiðni um að sveitarfélagið taki afstöðu til forkaupsréttar.
13. 1912015 – Samþykktir um stjórn Bláskógabyggðar
Tillaga um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp Bláskógabyggðar, 2. umræða.
14. 2002006 – Kjör í nefndir 2020
Kjör í nefndir vegna breytinga á nefndaskipan
15. 2002007 – Umsókn um styrk vegna húsaleigu í Aratungu
Styrkbeiðni Kvenfélags Biskupstungna, dags. 30. janúar 2020, vegna húsaleigu í Aratungu 1. febrúar.
16. 2002008 – Lóðarumsókn Bjarkarbraut 14 og 16
Umsókn SA3 ehf, dags. 29. janúar 2020, um lóðirnar Bjarkarbraut 14 og 16, með fyrirvara um heimild til að breyta skipulagi.
Almenn mál – umsagnir og vísanir
17. 2002003 – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um málefni innflytjenda
Beiðni velferðarnefndar Alþingis, dags. 24. janúar 2020, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012, með síðari breytingum (móttaka flóttafólks og innflytjendaráð), 457. mál.
Umsagnarfrestur er til 14. febrúar n.k
18. 2002002 – Þingsályktunartillaga um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld
Beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 30. janúar 2020, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.
Umsagnarfrestur er til 13. febrúar n.k.
19. 2002001 – Frumvarp til laga um breytingar á lögum um Kristnisjóð
Beiðni allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 30. janúar 2020, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál
Umsagnarfrestur er til 20. febrúar nk.
Mál til kynningar
20. 2002004 – Samantekt mála byggingarfulltrúa 2019
Samantekt um fjölda mála hjá byggingarfulltrúa UTU 2019
21. 1809055 – Skaðabótakrafa á hendur Bláskógabyggð
Stefna Söru Pálsdóttur, lögmanns, f.h. Sigríðar Jónsdóttur, á hendur Bláskógabyggð.
04.02.2020
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.