Fundarboð 251. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 251

FUNDARBOÐ

251. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 27. febrúar 2020 og hefst kl. 15:15

Dagskrá:

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2001004 – Fundargerð stjórnar Bláskógaveitu
98. fundur stjórnar Bláskógaveitu, haldinn 12. febrúar 2020.

2. 2001003 – Fundargerð skólanefndar
10. fundur skólanefndar haldinn 12. febrúar 2020.

3. 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar
191. fundur skipulagsnefndar, haldinn 12. febrúar 2020.

Fundargerðir til kynningar
4. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – fundargerð afgreiðslufundar
115. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 19. febrúar 2020.

5. 2002030 – Fundargerð stjórnar Bergrisans
12. fundur stjórnar Bergrisans, haldinn 20. janúar 2020.

6. 2001024 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
202. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 4. febrúar 2020

7. 2002048 – Fundargerðir byggingarnefndar um framkvæmdir við Búðarstíg 22
6. fundur byggingarnefndar um framkvæmdir við Búðarstíg 22, haldinn 4. febrúar 2020.

8. 2001022 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
878. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 31. janúar 2020

9. 2001018 – Fundargerð stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga
195. fundur stjórnar Tónlistarskóla Árnesinga haldinn 7. febrúar 2020

10. 2001007 – Fundargerð stjórnar SASS
554. fundur stjórnar SASS haldinn 7. febrúar 2020.

11. 2001008 – Fundargerð skólaþjónustu og velferðarnefndar Árnesþings
37. fundur Skólaþjónustu- og velferðarnefndar haldinn 5. febrúar 2020, ásamt tillögu að breyttum gjaldskrám, sem þarf að afgreiða sérstaklega.

12. 2002050 – Verkfundargerðir vegna byggingar Seyrustaða
5. verkfundur vegna byggingar Seyrustaða, haldinn 12. desember 2019.
6. verkfundur vegna byggingar Seyrustaða, haldinn 16. janúar 2020.

Almenn mál
13. 1904007 – Beiðni um að samþykkt verði heiti á lögbýli, Kjarnholt 6
Leiðrétting á afgreiðslu sveitarstjórnar frá 3. apríl 2019, þar sem samþykkt var heitið Kjarnholt 6 á lögbýli í landi Kjarnholta, með landnúmerið 205291. Í ljós hefur komið að mistök voru gerð í landbúnaðarráðuneytinu við afgreiðslu lögbýlisleyfis, hvað varðar landnúmer.

14. 2002044 – Fjárfestingar og eftirlit með framvindu á árinu 2019
Erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 10. febrúar 2020, varðandi almennt eftirlit með því að fjármál og fjármálastjórn sveitarfélaga séu í samræmi við lög og reglur. Fjárfesting og eftirlit með framvindu á árinu 2019.

15. 1911056 – Gjaldskrá Aratungu og Bergholts
Gjaldskrá fyrir leigu á Aratungu og Bergholti

16. 2002005 – Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn 2020
Ungmennaráð Bláskógabyggðar kemur til fundar við sveitarstjórn.

17. 2002041 – Samningur við félagasamtökin Villiketti
Beiðni félagsins Villikatta, dags. 20. febrúar 2020, um að gerður verði samstarfssamningur við félagið.

18. 2002039 – Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2020
Erindi Lánasjóðs sveitarfélaga ohf, dags. 12. febrúar 2020, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.

19. 2002045 – Kort af hálendisþjóðgarði
Kort af því svæði sem lendir innan miðhálendisþjóðgarðs skv. fyrirliggjandi tillögum.

20. 2002006 – Kjör í nefndir 2020
Kjör fulltrúa í öldungaráð, einn aðalmaður og einn til vara.

21. 2002028 – Styrkbeiðni Karlakórs Hreppamanna
Styrkbeiðni Karlakórs Hreppamanna, dags. 15. janúar 2020, vegna vortónleika. Óskað er eftir að Bláskógabyggð auglýsi í söngskrá.

22. 2002040 – Framlenging á samningi um sorphirðu
Tillaga um að framlengja samning um sorphirðu um eitt ár skv. skilmálum útboðs.

23. 2002043 – Notkun húsbíla utan skipulagðra tjaldsvæða
Beiðni fjögurra eigenda húsbíla, dags. 18. febrúar 2020, um heimild til að nota húsbíla utan skipulagðra tjaldsvæða.

24. 2002036 – Beiðni um fleiri leiktæki á skólalóð Laugarvatni
Beiðni nemenda í Bláskógaskóla, Laugarvatni, dags. 31. janúar 2020, um fleiri leiktæki á skólalóðina.

25. 2002042 – Sorpmál í Úthlíð, sumarhúsahverfi
Beiðni félags sumarhúsaeigenda í Úthlíð um samstarf í soprmálum.

26. 2002053 – Umsóknir um íbúðir í Kistuholti, febrúar 2020
Minnisblað vegna umsókna og fyrirspurna um íbúðir til leigu.

Almenn mál – umsagnir og vísanir
27. 2002038 – Landgræðsluáætlun
Tilkynning verkefnisstjórnar um landgræðsluáætlun, dags. 10. ferbúar 2020, um að drög að lýsingu að gerð landgræðsluáætlunar hafi verið sett í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 3. mars 2020.

28. 1910019 – Lög um tekjustofna sveitarfélaga
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2020, þar sem vakin er athygli á að drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Frestur til að skila umsögn er til og með fimmtudagsins 27. febrúar nk.

29. 2002047 – Reglugerð um héraðsskjalasöfn
Erindi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 18. febrúar 2020, þar sem kynnt er til samráðs mál nr. 32/2020, Reglugerð um héraðsskjalasöfn.
Umsagnarfrestur er til og með 13.3.2020.

30. 2002017 – Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hellinn Jörund
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 6. febrúar 2020, þar sem kynnt eru drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir hellinn Jörund.

31. 2002029 – Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 12. febrúar 2020, frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (fæðingarstaður og sveitarfélag fyrsta lögheimilis barns), 119. mál, til umsagnar.

Umsagnarfrestur er til 27. febrúar nk.

32. 2002037 – Frumvarp til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna
Erindi Sambands íslenskrá sveitarfélaga, dags. 13. febrúar 2020, varðandi drög að frumvarpi til laga um eignarráð og nýtingu fasteigna.

Mál til kynningar
33. 2002049 – Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
Erindi UMFÍ, dags. 6. febrúar 2020, þar sem kynnt er ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, sem haldin verður 1. til 3. apríl 2020.

34. 2002046 – Vatnaáætlun fyrir Ísland
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 18. febrúar 2020, varðandi bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland sem hefur verið auglýst til kynningar.

25.02.2020
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.