Fundarboð 252. fundar sveitarstjórnar
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 252
FUNDARBOÐ
- fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar
verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 5. mars 2020 og hefst kl. 15:15
Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar | ||
1. | 2001006 – Fundargerð skipulagsnefndar | |
192. fundur skpipulagsnefndar haldinn 26. febrúar 2020, afgreiða þarf sérstaklega mál nr. 2, 3 og 4. | ||
Fundargerðir til kynningar | ||
2. | 2001014 – Fundargerð ungmennaráðs | |
1. fundur ungmennaráðs haldinn 21. janúar 2019 | ||
3. | 2001020 – Fundargerð almannavarnanefndar | |
4. fundur Almannavarnanefndar Árnessýslu haldinn 2. febrúar 2020. | ||
4. | 2002030 – Fundargerð stjórnar Bergrisans | |
13. fudnur stjórnar Bergrisans bs haldinn 17. febrúar 2020. | ||
5. | 2001025 – Fundargerð stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands | |
290. fundur stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands, haldinn 18. febrúar 2020. | ||
6. | 2001032 – Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara | |
4. verkfundur haldinn 12. febrúar 2020 | ||
7. | 2001012 – Fundargerðir oddvitanefndar uppsveita Árnessýslu | |
Fundur oddvitanefndar haldinn 21. febrúar 2020 | ||
Almenn mál | ||
8. | 2001056 – Mat á umhverfisáhrifum fyrir Eyjarland, fiskeldi, beiðni um endurupptöku máls. | |
Erindi Veiðifélags Eystri-Rangár, dags. 27. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Bláskógabyggðar taki erindi Veiðifélagsins varðandi umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknar um starfsleyfi til framleiðslu á seiðum á seiðaeldisstöð Eyjarlandi (lnr. 167649) aftur til afgreiðslu. | ||
9. | 2002054 – Samningur um styrk til Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands | |
Erindi Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands, dags. 20. febrúar 2020, varðandi áframhaldandi framlög til Vísindasjóðs. | ||
10. | 2003001 – Viðbragðsáætlun vegna útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma | |
Viðbragðsáætlun sveitarfélaga í Uppsveitum Árnessýslu vegna útbreiðslu alvarlegra sjúkdóma | ||
11. | 1906014 – Hótel og smáhýsi Brúarhvammur | |
Frá 191. fundi skipulagsnefndar, mál nr. 6, Brúarhvammur L167071; Hótelbygging og smáhýsi; Deiliskipulag – 1905045 Lögð er fram umsókn Evu Huldar Friðriksdóttur, dags 14. maí 2019, fyrir hönd Kvótasölunnar ehf., eiganda jarðarinnar Brúarhvammur, L167071, í Bláskógabyggð, um tillögu að deiliskipulagi.Sveitarstjórn Bláskógabyggðar frestaði afgreiðslu erindisins á 251. fundi. |
||
12. | 2003002 – Samstarfsverkefni um forsendur úthlutunar og ráðstöfun fjármuna til grunnskóla | |
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. mars 2020, þar sem auglýst er eftir þátttöku sveitarfélaga í samstarfsverkefni sem miðar að því að endurskoða forsendur úthlutunar og ráðstöfunar fjármuna til kennslu og stuðnings í grunnskólum. | ||
13. | 2003003 – Beiðni um kaup á tækjum í þreksal í Reykholti og á Laugarvatni | |
Beiðni sviðsstjóra framkvæmda- og veitusviðs, dags. 2. mars 2020, um heimild til kaupa á tækjum í þreksali í Reykholti og á Laugarvatni. | ||
14. | 2003007 – Tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög | |
Erindi frá félagsmálaráðuneytinu og UNICEF á Íslandi, dags. 25. febrúar 2020, með tilboði um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. | ||
15. | 2002006 – Kjör í nefndir 2020 | |
Kjör aðal- og varafulltrúa í skólanefnd og framkvæmda- og veitustjórn vegna breytinga á samþykktum. | ||
16. | 2002005 – Fundir ungmennaráðs með sveitarstjórn 2020 | |
Ungmennaráð kemur til fundar við sveitarstjórn | ||
Almenn mál – umsagnir og vísanir | ||
17. | 2001047 – Friðlýsing Geysissvæðisins | |
Erindi Umhverfisstofnunar, dags. 25. febrúar 2020, þar sem kynnt er tillaga að friðlýsingu Geysis. | ||
18. | 2003006 – Frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 402007, og lögum um málefni aldraðra | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. febrúar 2020, frumvarp til laga um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, og lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum (réttur til einbýlis á öldrunarstofnunum), 323. mál, sent til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 10. mars nk. |
||
19. | 2003004 – Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál. | |
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 27. febrúar 2020, tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 311. mál, send til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 19. mars. |
||
20. | 2003005 – Þingsályktunartillaga um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál. | |
Erindi Velferðarnefndar Alþingis, dags. 25. febrúar 2020, tillaga til þingsályktunar um stöðu barna tíu árum eftir hrun, 191. mál, send til umsagnar.
Umsagnarfrestur er til 17. mars nk. |
||
03.03.2020
Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.