Fundarboð 255. fundar sveitarstjórnar

 

 

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 255

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 2. apríl 2020 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til kynningar
1. 2001032 – Verkfundargerð vegna lagningar ljósleiðara
6. fundur haldinn 25. mars 2020
2. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
116. fundur haldinn 4. mars 2020, afgreiðslu áður frestað á 252. fundi sveitarstjórnar. Áður framlagt bréf eigenda Rjúpnabrautar 10, Úthlíð, vegna Rjúpnabrautar 9 liggur frami ásamt greinargerð byggingarfulltrúa vegna sama máls, dags. 30. mars 2020.
3. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundur
117. fundur haldinn 18. mars 2020
4. 2001007 – Fundargerð stjórnar SASS
555. fundur stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga haldinn 6. mars 2020
5. 2001022 – Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
880. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn 27. mars 2020.
6. 2001010 – Fundargerðir NOS (Nefndar oddvita sveitarfélaga)
Fundur haldinn 10. mars 2020. Afgreiða þarf sérstaklega heimildir til ráðningar starfsmanna.
7. 2001024 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
203. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 24. mars 2020.
Almenn mál
8. 2003034 – Skil ársreikninga vegna COVID-19
Tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 30. mars 2020 um heimild sveitarfélaga til að víkja frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga um afgreiðslu ársreiknings hvað tímafresti varðar.
9. 2003027 – Heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2020
Erindi Skógræktarfélags Íslands, dags. 26. mars 2019, þar sem óskað er eftir að Bláskógabyggð verði með heiðursáskrift að Skógræktarritinu 2020.
10. 2003015 – Aðgerðir til að draga úr áhrifum COVID-19
Samantekt um aðgerðir Bláskógabyggðar til að draga úr áhrifum COVID-19
Almenn mál – umsagnir og vísanir
11. 2003031 – Endurskoðun kosningalaga
Kynning skrifstofu Alþingis, dags. 19. mars 2020, á drögum að frumvarpi til kosningalaga. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Umsagnarfrestur er til 8. apríl n.k.
12. 2003030 – Frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða, 666. mál.
Erindi Velferðarnefnd Alþingis, dags. 21. mars 2020, frumvarp til laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða sent til umsagnar, 666. mál.

Umsagnarfrestur er til 20. apríl.

Mál til kynningar
13. 2003025 – Hjólaleiðir á Suðurlandi, sóknaráætlunarverkefni 2020
Erindi frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 24. mars 2020, varðandi hjólaleiðir á Suðurlandi.
14. 2003033 – Hamingjulestin, sóknaráætlunarverkefni 2020
Erindi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, dags. 18. mars 2020, þar sem kynnt er verkefni sóknaráætlunar, Hamingulestin.
15. 2003026 – Áskoranir Landssambands eldri borgara til sveitarstjórna vegna COVID-19
Ályktanir Landssambands eldri borgara vegna útbreiðslu Covid-19
16. 2003032 – Könnun á ferðavenjum Íslendinga
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19. mars 2020, þar sem kyntar eru niðurstöður könnunar á ferðavenjum Íslendinga, sem unnin var á síðasta ári.
17. 2003029 – Viðbragðsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga vegna COVID-19
Viðbragðsáætlun Tónlistarskóla Árnesinga vegna COVID-19, ásamt yfirliti skólastjóra, dags. 24. mars 2020, yfir aðgerðir og stöðu mála.
18. 2003028 – Aðkoma Jöfnunarsjóðs vegna reksturs grunnskóla og þjónustu við fatlað fólk COVID-19
Minnisblað dags. 24. mars 2020 varðandi möguleg framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna ófyrirséðra tilvika í rekstri grunnskóla sem leiða til útgjalda og til varnar því að rof verði á þjónust við fatlað fólk vegna samfélagsaðstæðna.
19. 2003035 – Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila
Tilkynning Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30. mars 2020, varðandi breytingar á ákvæðum laga um almannavarnir, er fjalla um borgaralega skyldu starfsmanna opinberra aðila vegna COVID-19.

 

 

 

31.03.2020

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.