Fundarboð 259. fundar sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar – 259

 

FUNDARBOÐ

 

  1. fundur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar

verður haldinn í Aratungu, Reykholti, 28. maí 2020 og hefst kl. 15:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Fundargerðir til staðfestingar
1. 2001009 – Fundargerð umhverfisnefndar
26. fundur umhverfisnefndar haldinn 22. maí 2020
2. 2004029 – Fundargerð framkvæmda- og veitunefndar
3. fundur framkvæmda- og veitunefndar haldinn 26. maí 2020
Fundargerðir til kynningar
3. 2001022 – Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
883. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 8. maí 2020
884. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga haldinn 20. maí 2020
4. 2005031 – Sunnlenskir samráðsfundir vegna COVID-19
Fundargerðir samráðsfunda SASS með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurlandi vegna afleiðinga Covid-19.
5. 2001019 – Fundargerð stjórnar Brunavarna Árnessýslu
7. fundur stjórnar Brunavarna Árnessýslu, haldinn 27. apríl 2020.
6. 2001032 – Verkfundargerðir vegna lagningar ljósleiðara
9. verkfundur haldinn 6. maí 2020
10. verkfundur haldinn 20. maí 2020
7. 2001021 – Fundargerðir framkvæmdaráðs almannavarna
Fundur framkvæmdaráðs almannavarna Árnessýslu, dags. 27. janúar 2020.
Fundur framkvæmdaráðs almannavarna Árnessýslu, dags. 8. maí 2020.
8. 2001020 – Fundargerð almannavarnanefndar
5. fundur almannavarnanefndar Árnessýslu haldinn 3. mars 2020
9. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir
120. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 6. maí 2020
10. 2001045 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – afgreiðslufundir
121. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa haldinn 20. maí 2020
11. 2001024 – Fundargerð heilbrigðisnefndar Suðurlands
204. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands haldinn 5. maí 2020.
12. 2002030 – Fundargerðir stjórnar Bergrisans
14. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 3. mars 2020
15. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 1. apríl 2020
16. fundur stjórnar Bergrisans bs haldinn 5. maí 2020
13. 2005027 – Fundur lögreglustjóra með sveitarstjórum vegna Covid-19
Fundur lögreglustjóra með bæjar- og sveitarstjórum haldinn 19.05.20
14. 2001005 – Fundargerðir stjórnar byggðasamlags UTU 2020
75. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 26. febrúar 2020
76. fundur stjórnar byggðasamlags UTU haldinn 1. apríl 2020
Almenn mál
15. 2005040 – Markaðssetning sveitarfélaga gagnvart ferðamönnum í kjölfar COVID-19
Erindi Markaðsstofu Suðurlands, dags. 15. maí 2020, leitað er eftir 164.536 kr. framlagi sveitarfélagsins til verkefnisins Gagnvirkt ferðalag.
16. 2004002 – Atvinnuleysi og skert starfshlutfall upplýsingar frá Vinnumálastofnun COVID-19
Upplýsingar frá Vinnumálastofnun um atvinnuleysi í Bláskógabyggð í apríl og áætlað atvinnuleysi í maí.
17. 2005057 – Umsókn um breytingu á álagningarhlutfalli fasteignaskatts
Umsókn Sigríðar J. Sigurfinnsdóttur, dags. 25. maí 2020, um lækkun álagningarhlutfalls fasteignaskatts á sumarhús sem er með rekstrarleyfi.
18. 1912022 – Endurskoðun hjá Bláskógabyggð ársreikningur 2019
Ársreikningur 2019, síðari umræða
19. 2004024 – Ársreikningur Bláskógaveitu 2019
Ársreikningur Bláskógaveitu, síðari umræða
20. 2004025 – Ársreikningur Bláskógaljóss 2019
Ársreikningur Bláskógaljóss, síðari umræða
21. 2003015 – Kórónaveira COVID-19 2020 Fjármál
Áhrif mögulegs samdráttar í tekjum vegna afleiðinga af COVID-19
22. 2003015 – Innkomið útsvar og framlög frá Jöfnunarsjóði
Yfirlit yfir útsvarsgreiðslur til Bláskógabyggðar janúar til apríl 2020 og framlög úr Jöfnunarsjóði.
23. 2005047 – Viðauki við fjárhagsáætlun
1. viðauki við fjárhagsáætlun Bláskógabyggðar 2020
25. 2005044 – Beiðni um úrbætur á íþróttavelli Reykholti
Beiðni Ungmennafélags Biskupstungna, dags. 7. maí 2020, um úrbætur á íþróttavellinum í Reykholti.
26. 2004032 – Framtíðarskipan mála vegna hjólhýsasvæðis Laugarvatni
Bréf lögreglustjórans á Suðurlandi og slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu, dags. 22. maí 2020. Fundargerð frá vettvangsferð 18. maí 2020, ásamt hugmynd að deiliskipulagsskilmálum.
27. 2005033 – Beiðni um heimild til að hafa sölubíl á Laugarvatni sumarið 2020
Beiðni Litlu brauðstofunnar, dags. 10. maí 2020, um heimild til að hafa sölubíl á Laugarvatni sumarið 2020.
28. 2005032 – Styrkbeiðni Samhjálpar 2020
Beiðni Samhjálpar, dags. 11. maí 2022, um fjárstyrk vegna matargjafa.
29. 2005056 – Styrkbeiðni vegna fótboltagolfvallar
Beiðni rekstraraðila fótboltagolfvallarins Markavallar, dags. 25. maí 2020, um stuðning í formi samstarfs.
30. 2005037 – Styrkbeiðni vegna leigu á íþróttasal Laugarvatni vegna leiklistarnámskeiðs
Beiðni Báru Lindar Þórarinsdóttur, dags. 20. maí 2020, um styrk til niðurgreiðslu á leigu íþróttahússins á Laugarvatni vegna söng og leiklistarnámskeiðs.
31. 2005029 – Samningur vegna refaveiða 2020-2022
Samningur við Umhverfisstofnun um refaveiðar 2020-2022, til staðfestingar.
32. 2005039 – Stuðningur til að auka virkni, vellíðan og félagsfærni barna á tímum COVID-19
Bréf félagsmálaráðherra, dags. 20. maí 2020, til sveitarfélaga um stuðning til að efla virkni, vellíðan og félagsfærni barna í viðkvæmri stöðu á tímum COVID-19.
33. 2005038 – Aukið félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19
Erindi félags- og barnamálaráðherra, dags. 20. maí 2020 þar sem hvatt er til eflingar félagsstarfs fullorðinna í sumar með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19.
34. 2001034 – Samningur um vöktun Þingvallavatns
Vöktunar- og kostnaðaráætlun vegna vöktunar Þingvallavatns.
35. 2005058 – Rannsóknarsetur í sveitarstjórnarmálum
Staða mála vegna rannsóknarseturs í sveitarstjórnarmálum
36. 2005059 – Lausn frá störfum í sveitarstjórn
Beiðni Eyrúnar M. Stefánsdóttur um lausn frá störfum í sveitarstjórn
Almenn mál – umsagnir og vísanir
37. 2005042 – Frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga 717. mál
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 15. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

Umsagnarfrestur er til 29. maí n.k.

38. 2005041 – Frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 15. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Umsagnarfrestur er til 5. júní nk.

39. 2005045 – Frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun 734. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 6. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um svæðisbundna flutningsjöfnun (niðurlagning flutningsjöfnunarsjóðs olíuvara), 734. mál.

Umsagnarfrestur er til 20. maí

40. 2005043 – Frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9 2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.
Erindi Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 13. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál.

Umsagnarfrestur er til 19. maí nk.

41. 2005034 – Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir
Erindi Umverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 8. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir, 662. mál.

Umsagnarfrestur er til 22. maí nk.

42. 2005046 – Frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76 2003, (skipt búseta barns), 707. mál.
Erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 6. maí 2020, sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 707. mál.

Umsagnarfrestur er til 26. maí nk.

Mál til kynningar
24. 2003015 – Áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 25. maí 2020, varðandi áhrif Covid-19 faraldursins á opinber fjármál.
43. 2005055 – Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga 2019
Ársreikningur Samtaka orkusveitarfélaga vegna ársins 2019
44. 2005035 – Jafningjafræðsla Suðurlands
Erindi Jafningjafræðara Suðurlands, dags. 22. maí 2020, um fyrirhugaða jafningjafræðslu á Suðurlandi 2020.
45. 2002039 – Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf 2020
Fundarboð vegna aðalfundar Lánasjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður 12. júní 2020.
46. 2005036 – Aðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis í tengslum við COVID-19 sem lúta að sveitarfélögum
Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 22. maí 2020, yfirlit yfir aðgerðir ríkisstjórnar og Alþingis í tengslum við COVID-19 sem lúta að sveitarfélögum.
47. 2003015 – Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga
Bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 14. maí 2020, varðandi fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19
48. 2003015 – Áhrif COVID-19 á fjármál sveitarfélaga
Minnisblað Byggðastofnunar vegna áhrifa hruns ferðaþjónustunnar vegna COVID-19 á sveitarfélögin

 

 

 

 

26.05.2020

Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri.